Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu 2019.
Dagur íslenskrar tungu 2019.

Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Þar sem dagurinn í ár hittir á laugardag þá var haldið upp á daginn í Njarðvíkurskóla 15. nóvember með gleiðstund á sal. Nemendur sungu, lásu upp ljóð, spiluðu á hljóðfæri, sýndu frumsamið leikrit, sýndu stuttmyndir og margt fleira. Þá voru góðir gestir sem stigu á stokk en elstu nemendur á leikskólanum Gimli sungu ljóðið Konan sem kyndir ofninn minn eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Þetta er fjórtánda árið í röð sem nemendur á Gimli heimsækja okkur á Degi íslenskrar tungu.

Hátíðin var tvískipt, fyrst 1.-6. bekkur og síðan 7.-10. bekkur.

Dagskrá yngra stigs þar sem kynnar voru Jökull og Kristín Björk.
- Allir sungu Íslenskuljóðið eftir Þórarinn Eldjárn. 
- Nemendur í 1. bekk sungu lagið, Ég er vinur þinn.
- Nemendur af leikskólanum Gimli sungu ljóðið Konan sem kyndir ofninn minn eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.
- Almar Elí nemandi í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar spilaði lagið Suðurnesjamenn á gítar.
- 1. GS fékk viðurkenningu fyrir mjólkurbekk skólans.
- Nemendur í 4. bekk fluttu, Minni kvenna – Minni karla.
- Bríet Björk í 8. HG las æviágrip Jónasar Hallgrímssonar og Sólrún Brynja í 8. HG flutti ljóð eftir Jónas Hallgrímsson.
- Nemendur í 6. bekk sýndu leikið myndband í tengslum við leikritið Töfraþráðurinn.
- Nemendur í 2. bekk sungu lögin, Hafið bláa hafið og Kling, klang klukkan slær.
- Allir sungu Skólasöng Njarðvíkurskóla Gylfa Guðmundsson, fyrrum skólastjóra Njarðvíkurskóla.

Dagskrá eldra stigs þar sem kynnar voru Sigurður og Kári Snær:
- Allir sungu Íslenskuljóðið eftir Þórarinn Eldjárn. 
- Bríet Björk í 8. HG las æviágrip Jónasar Hallgrímssonar og Sólrún Brynja í 8. HG flutti ljóð eftir Jónas Hallgrímsson.
- Emilía Sara Ingvadóttir nemandi í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar spilaði á píanó, Mountain Climbing eftir Spindler.
- Nemendur í 9. bekk fluttu frumsaminn leikþátt.
- Allir sungu Skólasöng Njarðvíkurskóla Gylfa Guðmundsson, fyrrum skólastjóra Njarðvíkurskóla.
- Nemendur í 10. bekk sýndu stuttmyndir úr Gíslasögu.
- Dagskráin endaði á spurningarkeppni á milli kennara og nemenda undir stjórn nemendaráðs, þar sem nemendur fóru með sigur.