Endurvinnsla og moltugerð með haugánum í Njarðvíkurskóla

Moltugerð í Njarðvíkurskóla
Moltugerð í Njarðvíkurskóla

Umhverfisteymi Njarðvíkurskóla fékk Þórarinn hjá graenker.is í heimsókn í 2. bekk. Þar fengu nemendur að kynna sér moltugerð úr lífrænum úrgangi sem fellur til í skólastofunni með notkun á svokölluðu grænkeri. Í kerinu er sérstakir ormar, svonefndir haugánar sem brjóta niður lífræna úrganginn, búa til frábæra lífræna moltu og lífrænan vökva, svokallað “Ormate” sem er frábært sem áburður á plöntur.

Bekkjakennarar í 2. bekk og nemendur þeirra ætla að vera vendarar ormanna og moltugerðarmenn Njarðvíkurskóla í vetur. Sannarlega spennandi og umhverfisþenkjandi framtak. Þess má geta að Njarðvíkurskóli er fyrsti skólinn á landinu til að fara í svona endurvinnslu. Víkurfréttir mættu á staðinn, tóku myndir og fylgdust með uppsetingunni á kerinu. Víkurfréttir ætla jafnframt að fylgjast með framgangi verkefnisins.