Góður dagur með Háskólalestinni

Frábærum degi lokið hjá nemendum í 9. og 10. bekk í Njarðvíkurskóla eftir heimsókn frá Háskólalest Háskóla Íslands. Eftir skólasetningu hjá Háskólalestinni í morgun voru margar fjölbreyttar og spennandi vísindasmiðjur í boði fyrir okkar nemendur. Smiðjunar voru í efnafræði, hljóðfræði, fornleifafræði, stjörnufræði, tómstunda- og félagsmálafræði og vísindaheimspeki.

Njarðvíkurskóli þakkar Háskólalestinni fyrir komuna og fróðleikinn í dag.