Á aðventunni hefur sú hefð skapast í Njarðvíkurskóla að taka á móti rithöfundum sem koma og lesa úr bókum sínum fyrir nemendur.
Í ár tókum við á móti tveimur rithöfundum sem komu og lásu fyrir nemendur. Þetta voru þeir Bjarni Fritzson sem las fyrir 4.-7. bekk úr nýrri bók sinni úr bókaflokknum um Orra óstöðvandi og Möggu Messi og Gunnar Helgason sem las fyrir 3.-6. bekk úr nýrri bók eftir hann, Birtingur og símabannið mikla.
Það er alltaf gaman fyrir nemendur að koma saman á sal og hlusta á rithöfunda og fá að spyrja þá spjörunum úr varðandi bækur sínar og margt fleira. Þetta er vonandi til þess að skapa áhuga meðal nemenda á nýjum íslenskum bókum og auka lestraráhuga meðal nemenda. Þessar heimsóknir eru ómetanlegar fyrir okkur í skólanum og frábært að rithöfundar gefi sér tíma til að heimsækja skóla í aðdraganda jóla. Upplestur hjá þessum tveimur rithöfundum er til dæmis alltaf mjög líflegur og skemmtilegur.
Hér með þessari frétt má sjá nokkrar myndir frá þessum heimsóknum.