Hvatningarorð í tengslum við lestrarátak Njarðvíkurskóla

Valur Axel Axelsson formaður nemendafélags Njarðvíkurskóla og Helga Vigdís Thordersen varaformaður eru með hvatningarorð til nemenda í tengslum við lestrarátak Njarðvíkurskóla.

Í myndbandinu eru Valur og Helga með fyrirliðaband Arons Einars frá landsleik Íslands og Rúmeníu 8. október 2020.

Í myndbandinu segja þau:
Við viljum þakka landsliðinu, Aroni, Gylfa og Þorgrími fyrir þetta geggjaða fyrirliðaband sem við fengum eftir landsleikinn gegn Rúmeníu, þetta er bandið sem Aron var með í leiknum.

Krakkar við viljum minna ykkur á hvað er það er ótrúlega mikilvægt að lesa, að lesa getur verið rosalega skemmtilegt og ef þú veist ekki hvað þú vilt lesa þá getur þú komið niður til Villu á bókasafninu og Villa getur hjálpa þér að finna bókina sem þú hefur áhuga á.

Einnig vilja þau minna á að þeir nemendur sem þurfa á því að halda eða vilja geta fengið sér hljóðbók því það er ekkert öðruvísi að hlusta á hljóðbók heldur en að lesa venjulega bók. Og það er líka bara jafn gaman.

Áfram Ísland!
Áfram Njarðvíkurskóli!
Áfram lestur!

Njarðvíkurskóli þakkar landsliðinu fyrir stuðninginn!

Myndbandið - smelltu hérna

#fyririsland #ksi #lestur