Karnivalhátíð Njarðvíkurskóla

Karnivalhátíð í Njarðvíkurskóla 2024
Karnivalhátíð í Njarðvíkurskóla 2024

Föstudaginn 31. maí var karnivalhátíð í Njarðvíkurskóla. Dagurinn byrjaði á skrúðgöngu. Síðan var kynnt niðurstaða úr kosningu formanns og varaformanns. Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti var með tónlistaratriði og í framhaldi var ýmis konar afþreying í boði t.d. leikir, dansstöð, hoppukastali, þotubraut, glimmerbar og poppveisla. Í lok hátíðar var pylsuveisla fyrir nemendur sem foreldrafélagið sá um.

Njarðvíkurskóli þakkar öllum sem komu að hátíðinni fyrir aðstoðina og gestum fyrir komuna.