Könnun fyrir foreldra á þekkingu á stafrænni borgaravitund

Könnun fyrir foreldra á þekkingu á stafrænni borgaravitund

SAFT og Heimili og skóla hafa verið að vinna að skoðanakönnun í samvinnu við Evrópuráðið að undanförnu um stafræna borgaravitund. Einnig snertir könnunin á ýmsum atriðum um upplifun foreldra á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð yfir sem hæst. Könnunin mun hjálpa SAFT og Heimili og skóla að átta sig á hvaða efni foreldra vantaði til að aðstoða börnin sín að fóta sig á netinu og er því mikilvægt að fá sem mesta svörun.

Könnunina má nálgast á íslensku hér:
https://www.surveymonkey.com/r/VMBG8LJ?lang=is

Könnunin á ensku er hér:
https://www.surveymonkey.com/r/VMBG8LJ?lang=en

Tilgangur könnunarinnar
Ef þú ert foreldri bjóðum við þér að taka þátt í þessari nafnlausu könnun til að átta þig betur á viðhorfum þínum til stafrænnar borgaravitundar. Þátttakan mun aðeins taka um 10-15 mínútur. Mikilvægt er að þú svarir eins nákvæmlega og unnt er til að þau verkfæri sem Evrópuráðið þróar fyrir þig og börnin þín til að fræðast um stafræna borgaravitund gagnist sem best og hæfi þörfum ykkar.

Til að einfalda spurningarnar mun hugtakið ,,börnin þín“ sem notað er í könnuninni eiga jafnt við um eitt barn eða mörg börn og einnig getur það átt við um þín eigin börn, barnabörn eða önnur börn sem standa þér nærri (frændsystkini, nemendur, fósturbörn).

Öll gögn eru meðhöndluð sem trúnaðargögn, eru ópersónugreinanleg og munu eingöngu nýtt í fræðilegum tilgangi.

___

The purpose of this survey
If you are a parent, we invite you to fill in the following anonymous survey. It will take approximately 10-15 minutes of your time and will allow the Council of Europe to learn more about your view of Digital Citizenship. It is important that you respond as precisely as possible, so that the tools the Council of Europe will develop for you and for your children to support Digital Citizenship Education will truly match your needs.

To simplify the questions, the term ‘children’ used throughout the survey should be understood to mean one child or several. Similarly, ‘children’ refers to your children, grandchildren or other children close to you (nephews, nieces, pupils, foster children…).

The data collected in this survey is strictly anonymous and shall be used solely for educational purposes.