Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Bergi í Hljómahöll þann 03.mars. Þar komu saman keppendur úr 7.bekk frá öllum grunnskólum Reykjanesbæjar og kepptu fyrir hönd síns skóla. Stóra upplestrarkeppnin heldur upp á 25 ára afmæli sitt núna í ár og má því segja að keppnin sé fyrir löngu orðin hluti af skólastarfi hvers skóla.

Fyrir hönd Njarðvíkurskóla tóku þátt Kristín Björk Guðjónsdóttir og Viktor Garri Guðnason, varamaður þeirra var Ragna Talía Magnúsdóttir. Þau stóðu sig frábærlega og sýndu hversu mikið þau hafa lagt sig fram síðustu vikur og mánuði undir handleiðslu Margrétar Rósu íslenskukennara þeirra. Kristín Björk lenti í öðru sæti keppninnar í Hljómahöll, sem er frábær árangur þar sem keppnin var einstaklega jöfn og spennandi.

Þá las Fjóla Osmani, einnig nemandi úr 7.bekk Njarðvíkurskóla, ljóð á sínu móðurmáli albönsku um Ísland og náttúru Íslands. 

Sigurvegari keppninnar var Guðný Kristín Þrastardóttur úr Myllubakkaskóla og í þriðja sæti var Rúna María Fjelsted úr Holtaskóla.

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá nokkrar myndir frá keppninni sjálfri.