Nordplus Junior verkefni í Litháen

Samstarfsverkefnið Nordplus Junior er frábært tækifæri til að bæta við venjulegt kennslustarf. Verkefnafélagar frá Noregi, Íslandi og Svíþjóð heimsóttu Lieporiai gymnasium í borginni Siauliai dagana 17. – 21. október. Skandinavíska teymið, ásamt litháískum skólanemum, hóf starfsemi "Eggciting" með því að hanna vélmenni sem færir egg frá A til B, og hittust þau í fyrsta skipti í Litháen. Sigita Valuckienė, umsjónarmaður verkefnisins, sem tók á móti stórum hópi gesta (30 nemendur og 6 kennarar), sagði að alþjóðleg samskipti við samstarfsaðila frá Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum gefi frábært tækifæri til að öðlast þvermenningarlega reynslu, þróa tungumálakunnáttu, kynnast menningu og menntakerfi annarra landa, og stuðli að hvatningu barna sem taka þátt.

Markmið verkefnisins er einstakt - að búa til eggjaflutningavél sem byggir á reynslu af teymisvinnu og nýtingu tækniþekkingar. Norski kennarinn Einar Sundin var með fyrstu kennslustundina fyrir þátttakendur, hvatti þá til að leysa vandamálið um hvernig eigi að flytja gáma fyllta með eggjum með einföldum aðferðum. Í hópum teiknuðu nemendur ímyndaða ferðamáta og kynntu hugmyndir sínar fyrir öllu teyminu. Börnin ræddu tæknilegar spurningar um hvernig ætti að útfæra tillögurnar ásamt eðlisfræðikennara.

Þátttakendur bættu einnig við menntun á öðrum svæðum í borginni. Í Šiauliai Technical Creativity Center útskýrðu samstarfsaðilar verkefnisins líkindi flugvéla og Formúlu 1 bíla. Eftir að hafa lokið hröðunar tilrauninni bjuggu nemendur til sína eigin bíla og tóku einnig þátt í þriggja metra hraðahlaupum með þeim.

Einn kennarinn bauð nemendum að búa til lógó fyrir verkefnið. Erika Larsson frá Svíþjóð, frumkvöðull verkefnisins tilkynnti um sigurvegara lógósins. Nemandinn Rebekka, frá Noregi vann keppnina um flottasta lógóið.

Í ferðinni til Litháen var einnig farið í skoðunarferðir. Sigita Andrijauskienė og Margrét Rósa Friðbjörnsdóttir ásamt 10 nemendum úr 9. bekk í Njarðvíkurskóla tóku þátt í verkefninu fyrir Íslands hönd. Á næstu tveimur árum eru fyrirhugaðir hittingar verkefnahópanna í Noregi, Svíþjóð og á Íslandi.