Samtalsdagur 1. febrúar

Njarðvíkurskóli
Njarðvíkurskóli

Miðvikudaginn 1. febrúar er samtalsdagur í Njarðvíkurskóla.

Forráðamenn bóka viðtal við umsjónarkennara í gegnum Mentor og hér má finna myndband með leiðbeiningum um bókun viðtala: https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM - Opnað verður fyrir bókanir 25. janúar kl. 00:01 og geta forráðamenn þá bókað sín viðtöl.

Nemendur eiga að mæta með forráðamönnum sínum í viðtalið.

Þeir forráðamenn sem eru með túlk í viðtalinu fá úthlutað tímum frá umsjónarkennurum og fá tölvupóst á næstu dögum með tímasetningunum.

Óski forráðamenn eftir að hafa samtalið á TEAMS þá þarf að senda póst á umsjónarkennara og óska eftir slíku viðtali en mikilvægt er þó að nemandinn sé einnig í viðtalinu.

Viðtöl fara fram í heimastofum nemenda. Þeir forráðamenn sem óska eftir viðtali við fag-, list- og verkgreinakennara, sem einnig eru til viðtals þennan dag, hafa samband við skrifstofustjóra skólans og bóka þau viðtöl. Hægt er að hringja í síma 420-3000 eða senda póst á njardvikurskoli@njardvikurskoli.is.

Í viðtalinu verður farið yfir almennt gengi nemandans í skólanum og það námsmat sem lokið er á skólaárinu auk annars. Forráðamenn nemenda í 3., 6. og 9. bekk svara viðhorfskönnun eftir viðtalið og biðjum við þá forráðamenn um að staldra við og svara. Niðurstöður viðhorfskönnunar eru mikilvægur hluti í sjálfsmati skóla og notum við svörin til að gera gott skólastarf enn betra.

Frístundaheimili skólans er opið á samtalsdaginn, bæði í skóla sem og Ösp frá kl. 8:15-16:15.