Stærðfræðidagur í Njarðvíkurskóla

Verðlaunahafar 2024
Verðlaunahafar 2024

Dagur stærðfræðinnar er í dag 14. mars. Í tilefni af deginum hefur stærðfræði verið gert hátt undir höfði í vikunni í Njarðvíkurskóla. Nemendur hafa meðal annars verið í stærðfræði á útisvæði, unnið að fjölbreyttum verkefnum og reynt við ýmsar þrautir.

Í dag giskuðu nemendur á réttan fjölda af perlum og þeir nemendur sem giskuðu rétt eða voru nálægt tölunni fengu gjafabréf frá Huppu, ísbúð.

Vinningshafar á yngsta stigi:
Kolbeinn Pétur Hauksson - 1. bekk
Emilíana Dís Gunnarsdóttir - 2. bekk
Alexander O. Izekor Gíslason - 3. bekk

Vinningshafar á miðstigi:
Glódís Ýr Eyjólfsdóttir - 5. bekk
Eldar Kristján Hafsteinsson - 5. bekk

Vinningshafar á elsta stigi:
Jón Fannar Haraldsson - 8. bekk
Elenborg Ýr Elmarsdóttir - 9. bekk