Stóra upplestrarkeppnin í Njarðvíkurskóla

Elís Einar Klemens Halldórsson, Hafdís Inga Sveinsdóttir og Taiga Maria Baltrimait
Elís Einar Klemens Halldórsson, Hafdís Inga Sveinsdóttir og Taiga Maria Baltrimait

Í dag, 21. febrúar var Stóra upplestrarkeppnin haldin á sal Njarðvíkurskóla. Það er 7. bekkur sem tekur þátt í þessari keppni og voru það tíu nemendur sem tóku þátt en fyrr í febrúar var haldin bekkjarkeppni þar sem þessir tíu nemendur unnu sér rétt til þátttöku á sal.

Keppnin tókst einstaklega vel þar sem allir nemendur höfðu undirbúið sig vel, bæði í skólanum og líka heima fyrir. Jóhann Gunnar Sigmarsson íslenskukennari stýrði keppninni. Nemendur lásu hluta af sögunni Kennarinn sem hvarf og komu síðan aftur upp og lásu ljóð að eigin vali. Dómarar í keppninni í ár voru þau Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi, Ásgerður Þorgeirsdóttir skólastjóri og Lára Guðmundsdóttir fyrrum skólastjóri í Njarðvíkurskóla. Sigurvegarar í keppninni fá keppnisrétt á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem fer fram í Bergi 9. mars.

Sigurvegarar í Njarðvíkurskóla voru þau Hafdís Inga Sveinsdóttir og Elís Einar Klemens Halldórsson. Taiga Maria Baltrimait var svo valin sem varamaður. Þau þrjú muna halda áfram að æfa og undirbúa sig fyrir lokakeppnina.

Aðrir nemendur sem tóku þátt í skólakeppninni voru:
Elísa Natnicha Róbertsdóttir
Eyjólfur Orri Helgason
Greta Björg Rafnsdóttir
Guðrún María Geirdal
Júlíana Modzelewska
Karen Ósk Lúthersdóttir
Vilberg Eldon Logason