Þakklætisgjöf frá foreldrafélaginu

Foreldrafélag Njarðvíkurskóla kom færandi hendi í skólann í morgun til þess að færa öllum starfsmönnum skólans páskaegg sem þakklætisgjöf. Með þessari gjöf vill foreldrafélagið þakka starfsmönnum fyrir ómetanlegt starf hér innan skólans á þessum fordæmalausu tímum sem við erum að ganga í gegnum og að standa í framvarðarsveit fyrir nemendur Njarðvíkurskóla.  Þessi hugmynd kom frá foreldrafélaginu strax núna eftir helgina og viljum við þakka foreldrafélaginu og foreldrum nemenda fyrir hugulsemina það er svo ómetanlegt fyrir okkur að finna fyrir þakklæti á okkar störf á þessum tímum.

______

Í bréfi frá foreldrafélaginu sem fylgir gjöfinni stendur:
 
Kæra starfsfólk Njarðvíkurskóla!
 
Foreldrar nemenda í Njarðvíkurskóla vilja koma á framfæri kærum þökkum til ykkar allra fyrir að standa í framvarðasveitinni fyrir okkur og börnin okkar. Jákvæðni ykkar, umhyggja og samtaða fyrir fjölskyldur og nemendur hefur ekki bara skilað sér í fjölbreyttu og lausnamiðuðu skólastarfi heldur líka ánægju og þakklæti nemenda og fjölskyldna þeirra.
 
Við þökkum ykkur öllum fyrir ómetanlegt starf á þessum fordæmalausu tímum sem við erum að ganga í gegnum. 
 
Með þakklæti
Foreldrar nemenda í Njarðvíkurskóla