Verkefnið SKÓLASLIT

Í október munu nemendur á mið- og unglingastigi og starfsmenn skólans taka þátt í lestrarupplifun sem Ævar Þór Benediktsson rithöfundur mun stýra ásamt kennsluráðgjöfum Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar. Áherslur verkefnisins sneru í upphafi að drengjum og lestri og var því gerð könnun í vor sem verkefnið byggir á. Hefur verkefnið þróast út í nýstárlega lestrarupplifun með áherslu á skapandi og verklega vinnu ásamt því að áhugasvið og hugmyndir nemenda fái að njóta sín á fjölbreyttan hátt.

Verkefnið er í raun saga eftir Ævar Þór sem ber heitið SKÓLASLIT og birtist á síðunni www.skolaslit.is á hverjum degi í október bæði á textaformi og sem hljóðskrá.

Á síðunni má einnig finna margt skemmtilegt sem gaman er að skoða. Nemendur munu taka þátt í verkefninu í skólanum en við hvetjum ykkur kæru foreldrar/forráðamenn til að taka þátt í verkefninu  alla daga vikunnar og er hægt að skrá lesturinn sem heimalestur. Skólaslit er hrollvekja í þrjátíu og einum hluta. Sagan fjallar um hóp af krökkum sem lokast inni í skólanum sínum á hrekkjavöku. Já, og uppvakninga. Ótrúlega marga uppvakninga