Vorhátíð Njarðvíkurskóla

Föstudaginn 4. júní er vorhátíð Njarðvíkurskóla sem er skertur nemendadagur og eru frístundaheimilin opin þann dag bæði á undan og eftir vorhátíðina.

Mælst er til að nemendur mæti í litríkum fatnaði í tilefni dagsins.

Nemendur mæta í skólann kl. 10:30 í sína heimastofu og fara síðan í skrúðgöngu og að henni lokinni taka við fjölbreyttar stöðvar og leikir úti við þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Um kl. 12:00 kemur Friðrik Dór tónlistarmaður og tekur nokkur lög með nemendum og eftir það verður litahlaup og því gott að koma með eða vera í hvítum bol fyrir hlaupið. Boðið verður upp á pylsur fyrir nemendur á vorhátíðinni. Nemendum í 5. -7. bekk stendur til boða að taka þátt í sápubolta og því er gott að þau séu með aukaföt og handklæði.

Foreldrar eru velkomnir að mæta á vorhátíðina en allir þurfa að gæta vel að eigin sóttvörnum. Ef svo illa vill til að veður verði þannig að við þurfum að færa hátíðina inn þá verður vorhátíðin eingöngu fyrir nemendur og starfsmenn.

Vorhátíðinni lýkur um kl. 13:00.