Vorhátíð Njarðvíkurskóla

Vorhátíð Njarðvíkurskóla verður föstudaginn 3. júní. Nemendur mæta kl. 10:00 í heimastofur, fara síðan í skrúðgöngu og að henni lokinni taka við fjölbreyttar stöðvar þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Við hvetjum forráðamenn og aðra aðstandendur að taka þátt í gleðinni með okkur.