Nemendur fá kennslu í forritun frá Skemu í HR

Frá kennslu í forritun
Frá kennslu í forritun

Eins og fram kom á heimasíðunni í janúar þá fékk Njarðvíkurskóli styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar til að efla og auka áhuga á forritun í skólanum.

Úlfur Atlason verkefnastjóri frá Skema hjá Háskólanum í Reykjavík sá um forritunarkennslu fyrir 5. og 6. bekk tvo daga í vikunni þar sem kennarar og stuðningsfulltrúar tóku virkan þátt í kennslustundunum og fengu jafnhliða nemendum þjálfun í forritun. Úlfur mun svo koma aftur tvo daga í næstu viku.

Njarðvíkurskóli fékk styrk frá Forriturum framtíðarinnar - frétt frá 28. janúar