Fréttir & tilkynningar

11.12.2025

Aðventustund í Ytri-Njarðvíkurkirkju

Miðvikudaginn 10. desember fóru nemendur í Njarðvíkurskóla aðventustund í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Í kirkjunni tóku á móti þeim sr. Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir, sr. Helga Kolbeinsdóttir, Rafn Hlíðkvist organisti, Svandís Gylfadóttir og Jónína Margrét Hermannsdóttir. Í heimsókninni voru sungin jólalög og flutt jólasaga sem skapaði hátíðlega og notalega stemningu. Heimsóknin var ánægjuleg og nemendur til fyrirmyndar í allri sinni framkomu. Við viljum færa starfsfólki Ytri-Njarðvíkurkirkju bestu þakkir fyrir góðar og hlýjar móttökur.

Það er líf og fjör í Njarðvíkurskóla