Fréttir & tilkynningar

14.11.2025

Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Njarðvíkurskóla

Dagur íslenskrar tungu er 16. nóvember á fæðingardegi skáldsins Jónasar Hallgrímssonar en þar sem 16. nóvember er á sunnudegi í ár var hann haldinn í Njarðvíkurskóla þann 14. nóvember. Þessi árlegi viðburður er hefð í skólanum þar sem íslensku máli er gert enn hærra undir höfði en aðra daga og markar þessi dagur einnig upphafið að undirbúningi 7. bekkjar fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem þau taka þátt í ár hvert og einnig hjá 4. bekk sem tekur þátt í Stóru upplestrarhátíðinni.

Það er líf og fjör í Njarðvíkurskóla