Fréttir & tilkynningar

17.11.2025

Starfsáætlun Njarðvíkurskóla 2025-2026

Starfsáætlun fyrir Njarðvíkurskóla, Björk og Ösp skólaárið 2025-2026 var samþykkt af skólaráði 22. október 2025 og í menntaráði Reykjanesbæjar 14. nóvember 2025. Samkvæmt 29 gr. grunnskólalaga ber hverjum grunnskóla að gefa út skólanámskrá og starfsáætlun. Skólastjóri er ábyrgur fyrir gerð þeirra og skal semja þær í samráði við kennara. Skólanámskrá er nánari útfærsla á Aðalnámskrá grunnskóla um markmið, inntak náms og námsmat, starfshætti og mat á árangri og gæðum skólastarfs. Skólanámskrá tekur mið af sérstöðu grunnskóla og aðstæðum og skal endurskoða reglulega.

Það er líf og fjör í Njarðvíkurskóla