Fréttir & tilkynningar

19.04.2024

Hjörtur Snær verðlaunahafi í teiknisamkeppni

Nemendur í 4. bekk höfðu tækifæri til að taka þátt í teiknisamkeppni 4. bekkinga en um er ræða keppni sem haldin er í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn ár hvert. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, tók þátt í valinu á verðlaunamyndunum og hafði hann sérstaklega orð á því hve gaman væri að sjá vinnuna og metnaðinn sem nemendur leggja í myndir sínar. Yfir 1.200 myndir bárust í keppnina frá 70 skólum um land allt. Verðlaunahöfum eru veitt viðurkenningarskjöl fyrir teikningar sínar og til viðbótar er hver mynd verðlaunuð með 40.000 kr. peningagjöf frá Mjólkursamsölunni. Verðlaunaféð rennur óskipt í bekkjarsjóð teiknaranna og getur bekkurinn nýtt þá upphæð í að gera sér glaðan dag saman og efla liðsheild í samráði við umsjónakennara og skólastjórnendur – sjá www.skolamjolk.is Hjörtur Snær Sigurðsson nemandi í 4. bekk í Njarðvíkurskóla var einn af verðlaunahöfum og óskum við honum innilega til hamingju með viðurkenninguna.

Það er líf og fjör í Njarðvíkurskóla