Fréttir & tilkynningar

05.09.2024

Setning Ljósanætur í Njarðvíkurskóla

Mikil stemming er í Njarðvíkurskóla í tengslum við Ljósanótt sem fer fram í Reykjanesbæ. Í upphafi dags drógu Kristinn Einar Ingvason formaður nemendaráðs Njarðvíkurskóla og Þorgerður Tinna Kristinsdóttir varaformaður Ljósanæturfánann að húni í Njarðvíkurskóla í tilefni af Ljósanótt. Í framhaldi tóku nemendur í 3. bekk og 7. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar þátt í setningu Ljósanætur í Skrúðgarðinum við Sólvallargötu þar sem Friðrik Dór stýrði m.a. fjöldasöng og lagið Velkomin á Ljósanótt eftir Ásmund Valgeirsson var sungið.

Það er líf og fjör í Njarðvíkurskóla