Fréttir & tilkynningar

29.11.2024

Heimsókn frá Ösp til Brunavarna Suðurnesja

Nemendur í Ösp hafa verið að vinna með brunavarnir og hættu sem geta fylgt þeim. Þau fengu heimsókn frá Brunavörnum Suðurnesja þar sem var farið yfir neyðarnúmerið og hvernig það getur verið auðvelt að muna það með því einu að benda á munn, nef og augu 1-1-2. Þá var líka farið yfir mikilvægi reykskynjara á heimilum og að lokum fengu allir nemendur endurskinsmerki með 1-1-2 númerinu sem vakti mikla lukku. Í dag fengu svo nemendur úr Ösp að fara í heimsókn á slökkvistöðina, fengu að skoða og fara inn í sjúkrabíl og slökkviliðsbíl ásamt því að skoða ýmis tæki sem þeir nota í sínum störfum. Við þökkum Brunavörnum Suðurnesja kærlega fyrir heimsóknina og má sjá í þessari frétt nokkrar myndir af kátum og glöðum nemendum.

Það er líf og fjör í Njarðvíkurskóla