Viðburðir

Fréttir & tilkynningar

05.06.2020

Skólaslit Njarðvíkurskóla 2020

Skólaslit Njarðvíkurskóla fóru fram við hátíðlega athöfn á sal skólans 4. júní. Fjölmargar viðurkenningar voru veittar til einstaka nemenda og nemendahópa. Á skólaslitunum hjá 10. bekk spilaði Emilía Sara Ingvadóttir á klarinett og Geirþrúður Bogadóttir með undirleik á píanó lagið Almost A Waltz eftir David Lyon. Svo spilaði Emilía Sara á píanó lagið The Entertainer eftir Scott Joplin. Þeir bekkir sem höfðu safnað flestum hrósmiðum á yngsta-, mið- og ungligastigi fengu viðurkenningu sem Medalíubekkir og voru það 2.KB, 6. MRF og 9. ÞRH sem voru með flesta hrósmiða eftir skólaárið. Veittar eru viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur í hverjum árgangi frá 7. bekk og voru það eftirfarandi nemendur sem fengu bókagjöf fyrir: 7. bekkur: Kristín Arna Gunnarsdóttir og Ástríður Auðbjörg Halldórsdóttir 8. bekkur: Guðmundur Leo Rafnsson 9. bekkur: Rannveig Guðmundsdóttir 10. bekkur: Krista Gló Magnúsdóttir Skólinn veitti eftirfarandi nemendur viðurkenningu fyrir framfarir í námi: 7. bekkur: Magdalena Sunna Rawluszo og Hildur Ingvadóttir 8. bekkur: Snorri Hörgdal Þórsson 9. bekkur: Sindri Snær Snorrason, Valur Axel Axelsson og Stefán Logi Ægisson 10. bekkur: Laufey Lind Valgeirsdóttir, Guðný Þóra Karlsdóttir, Margrét Guðfinna Friðriksdóttir, Nói Gunnarsson og Stefán Rúnar Snorrason Aðrar viðurkenningar: - Góður árangur í upplestri og framsögn í 7. bekk: Kristín Arna Gunnarsdóttir og Hildigunnur Eir Kristjánsdóttir - Góður árangur í námsgrein sem tengist umhverfinu og náttúrunni: Róbert Sean Birmingham - Góður árangur í stærðfræði í Ösp: Gunnar Björn Björnsson - Viðurkenning fyrir virkni og vinnusemi í Björk: Þórhallur Óskar Jónuson Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan námsárangur fyrir einstaka greinar í 10. bekk auk valgreina. Það eru ýmis félagasamtök í nærsamfélagi skólans sem gefa verðlaunin og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. - Íslenska: Erlendur Guðnason, Kári Snær Halldórsson og Krista Gló Magnúsdóttir - Stærðfræði: Krista Gló Magnúsdóttir og Erlendur Guðnason - Enska: Róbert Sean Birmingham - Danska: Erlendur Guðnason og Krista Gló Magnúsdóttir - Samfélagsfræði: Alexander Logi Chernyshov Jónsson - Náttúrufræði: Erlendur Guðnason - Íþróttir: Ásgeir Orri Magnússon - Fyrir góðan námsárangur í stærðfræði framhaldsskólastigi: Ingólfur Ísak Kristinsson og Alexander Logi Chernyshov Jónsson - Fyrir góðan námsárangur í ensku framhaldsskólastigi: Emilía Sara Ingvadóttir - Íþróttastúlka Njarðvíkurskóla: Krista Gló Magnúsdóttir -Íþróttadrengur Njarðvíkurskóla: Fannar Snævar Hauksson Valgreinar: - Textílmennt: Emelíana Líf Ólafsdóttir - Myndlist: Aleksandra Czaplinska - Hönnun og smíði: Sarah Guðbjörg Smáradóttir og Talía Mjöll Guðjónsdóttir - Skrautskrift : Nedas Stanisauskas - Heimilisfræði: Krista Gló Magnúsdóttir - Félagsstörf: Sigurður Magnússon - Unglingadeild Björgunarsveitarinnar Suðurnes: Bergmann Albert F. Ramirez, Elimar Freyr Jóhannsson, Elmar Sveinn Einarsson, Gabríel Veigar Björgvinsson, Nedas Stanisauskas og Stefán Rúnar Snorrason Njarðvíkurskóli hefur undanfarin ár notið góðvildar grenndarsamfélagsins þegar á þarf að halda. Njarðvíkurskóli þakkar öllum þeim sem hafa styrkt skólann á skólaárinu. Á skólaslitum 10. bekkjar talaði Sigurður Magnússon formaður nemendaráðs fyrir hönd útskriftarnema og Hulda Hauksdóttir og Torfi Gíslason, umsjónakennarar 10. bekkjar. Útskriftarnemendur fengu hátíðartrefla að gjöf frá skólanum í útskriftargjöf. Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri ávarpaði nemendur, foreldra og starfsfólk. Að lokum var Njarðvíkurskóla slitið en þetta var 78. starfsár skólans. Myndsöfn frá deginum: Skólaslit hjá 1.-9. bekk 2020: https://www.njardvikurskoli.is/is/moya/gallery/index/index/_/skolaslit-hja-1-9-bekk-2020 Útskrift 10. bekkjar 2020: https://www.njardvikurskoli.is/is/moya/gallery/index/index/_/utskrift-10-bekkjar-2020 Hátíðarkvöldverður 2020: https://www.njardvikurskoli.is/is/moya/gallery/index/index/_/hatidarkvoldverdur-2020

Það er líf og fjör í Njarðvíkurskóla