Fréttir & tilkynningar

30.10.2024

Veglegur styrkur í Ösp

Fimmtudaginn 24. október tóku tveir nemendur í Ösp, þau Birta María Guðbergsdóttir og Bjarki Sölvi Fjeldsted ásamt Eygló Alexandersdóttir þroskaþjálfa í Ösp, á móti rausnarlegum stryk frá Blue bílaleigu sem kemur í framhaldi af góðferðafesti Blue sem haldið er ár hvert. Styrkurinn hljóðar upp á 1,4 milljón króna sem kemur til með að nýtast starfsemi Aspar á komandi skólaári. Það er mikilvægt fyrir Ösp, sérhæft námsúrræði, að finna fyrir velvild nærsamfélagsins í sínu starfi. Við þökkum eigendum og starfsmönnum Blue bílaleigu kærlega fyrir þennan rausnarlega styrk.

Það er líf og fjör í Njarðvíkurskóla