16.09.2020
Þorgrímur Þráinsson rithöfundur með meiru hitti alla nemendur í 5. – 10. bekk síðastliðin mánudag og þriðjudag, hvern bekk í 40 mín. Ástæða þess er að Njarðvíkurskóli fékk Þorgrím í lið með sér til efla ánægju nemenda á lestri.
Lesa meira
09.09.2020
Heilakúnstir – heimanámsaðstoð Rauða Krossins stendur grunnskólanemendum í 4.-10. bekk til boða alla þriðjudaga og fimmtudaga frá klukkan 14.30 – 16:00 í Bókasafni Reykjanesbæjar (neðri hæð). Heimanámsaðstoðin er ókeypis og allir eru velkomnir. Ekki þarf að skrá sig fyrirfram.
English:
Homework assistance is available for all children in grades 4-10 of elementary school in Reykjanesbær. The assistance will take place every Tuesday and Thursday from 2.30pm-4pm at Reykjanesbær Public Library (lower floor).Volunteers from the local Red Cross provide the service. It‘s free and no need to sign up!
Polish:
Pomoc w odrabianiu prac domowych jest dostępna dla wszystkich dzieci z klas 4-10 szkół podstawowych w Reykjanesbær. Zapraszamy w każdy wtorek i czwartek od godziny 14:30 do 16:00 do Biblioteki Publicznej Reykjanesbær (na niższe piętro). Pomocy udzielają Wolontariusze z lokalnego Czerwonego Krzyża. Pomoc jest bezpłatna i nie trzeba się na nią wcześniej zapisywać!
Lesa meira
09.09.2020
Ólympíuhlaup ÍSÍ fór fram í Njarðvíkurskóla í dag, 9. september. Markmiðið með hlaupinu er að hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu. Jafnframt að kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.
Lesa meira
04.09.2020
Mikil gleði er hjá nemendum í Njarðvíkurskóla með aparóluna sem sett hefur verið upp á skólalóðinni og tekin í notkun í dag.
Kvenfélagið Njarðvík, foreldrafélagið í Njarðvíkurskóla og Njarðvíkurskóli stóðu saman af kostnaði við uppsetningu á aparólunni.
Uppsetningin á aparólunni er liður í því að bjóða nemendum í Njarðvíkurskóla upp á fjölbreyttari og skemmtilegri afþreyingu á útisvæði skólans.
Vonandi verður hægt að halda áfram að gera skólalóðina enn skemmtilegri, fjölbreyttari og auka þannig notagildi hennar fyrir alla aldurshópa.
Njarðvíkurskóli þakkar Kvenfélaginu Njarðvík og foreldrafélaginu fyrir stuðninginn.
Lesa meira
04.09.2020
Rýmingaráætlun Njarðvíkurskóla var æfð í dag. Um var að ræða æfingu sem nemendur vissu af og því kom það þeim ekki á óvart þegar brunakerfi skólans fór í gang kl. 12:50.
Æfingin gekk mjög vel og allir nemendur og starfsmenn skólans söfnuðust saman á ákveðnum stöðum samkvæmt rýmingaráætlun skólans.
Lesa meira
25.08.2020
Vegna uppfærslu á léni hjá Mentor þurfa þeir notendur sem hafa hlaðið niður öppunum sem tengjast kerfinu að para þau saman á ný.
Hér er að finna leiðbeiningar um endurpörun.
Að para saman aðgang í snjalltæki og tölvu
Mentor býður upp á tvö öpp annað ætlað nemendum og aðstandendum og hitt ætlað starfsfólki. Öppin eru sótt í „Google Play store“ (Android) eða „App Store“ (iOS) með því að slá inn „Infomentor home“ (nemendur/aðstandendur) eða „Infomentor staff“ (starfsfólk) í leitarslóðina.
Þegar búið er að sækja appið er komið að skrefi tvö sem er að para saman snjalltækið og aðgang í tölvu.
Til að para appið við snjalltækið þarf notandinn að skrá sig inn á Mentor aðganginn sinn í gegnum vefinn með vafra í tölvu eða snjalltæki. Við mælum með að para með tölvu.
Ef að viðkomandi er nú þegar komin með appið, þarf að opna það og fara inn í stillingar og ýta strax á afpara. Síðan er hægt að fylgja pörunarleiðbeiningum s.s. með QR kóða hér fyrir neðan.
Nemendur og aðstandendur:
Til að para appið við símann þarft þú að skrá þig inn á Minn Mentor í gegnum vafra í tölvu eða snjalltæki (www.infomentor.is) og velja andlitsmerkið í hægra horni. Undir „App stillingar“ velur þú „para aðgang“ og þá ertu beðinn um að velja þér fjögurra stafa PIN númer og endurtaka það. Að þessu loknu ættir þú að vera kominn inn.
Ef þú velur að setja appið upp í gegnum tölvu en þá býr kerfið til QR kóða sem þú parar við símann með myndavélinni.
(Ath. hafi appið verið sótt í gegnum Minn Mentor þá þarf að útskrá sig og skrá sig inn á ný til að geta parað appið við svæðið).
Lesa meira
24.08.2020
Ágætu foreldrar/forráðamenn nemenda í Njarðvíkurskóla
Í ár eru skólakynningar með rafrænum hætti. Umsjónakennarar hvers árgangs hafa sett saman kynningu með helstu áherslum skólaársins bæði fyrir skólann og árganginn.
Umsjónakennarar senda kynningarnar í tölvupósti til foreldra í dag og hvetjum við ykkur til að gefa ykkur tíma til að kynna ykkur þær til þess að vera meðvitaðri um skólastarfið sem framundan er.
Bestu kveðjur,
skólastjórn
Lesa meira
19.08.2020
Ágætu foreldrar/forráðamenn,
Skólasetning Njarðvíkurskóla verður með óhefðbundnu sniði í ár vegna fjarlægðartakmarkanna Almannavarna.
Skipulag skólasetningar, sem er mánudaginn 24. ágúst, verður eftirfarandi:
- Nemendur í 2. bekk mæting á sal kl. 9:00, stutt setning og svo er farið í minni hópum í kennslustofu. Aðeins 1-2 foreldri með hverjum nemenda og virða 2m. regluna
- Nemendur í 3. KB ( áður 2. KB) mæta á sal kl. 10:00, stutt setning og svo er farið i minni hópum í kennslustofu. Aðeins 1 foreldri með hverjum nemenda og virða 2m. regluna
- Nemendur í 3. LE ( áður 2. LE) mæta á sal kl. 10:20, stutt setning og svo er farið i minni hópum í kennslustofu. Aðeins 1 foreldri með hverjum nemenda og virða 2m. regluna
- Nemendur í 4.-6. bekk mæta án foreldris/forráðamanni á sal kl. 11:00. Stutt setning og svo er farið í heimastofu með umsjónarkennara. Skólasetning tekur 40 mínútur.
- Nemendur í 7.-10. bekk mæta án foreldris/forráðamanni á sal kl. 11:30. Stutt setning og svo er farið í heimastofu með umsjónarkennara. Skólasetning tekur um 40 mínútur.
- Nemendur í 1. bekk mæta á sal kl. 13:00, stutt setning og svo er farið í minni hópum í kennslustofu. Aðeins 1-2 foreldri með hverjum nemenda og virða 2m. regluna.
Í upphafi á nýju skólaári og á tímum vonandi síðari bylgju af Covid-19 þá verðum við að biðja ykkur foreldra/forráðamenn um að koma ekki inn í skólahúsnæðið nema ef þið eruð sérstaklega boðuð eða hafið óskað eftir viðtali við kennara/skólastjórnendur fyrirfram. Það á þó ekki við foreldra/forráðamenn nemenda sem eru að hefja skólagöngu í 1. bekk þar sem við vitum að fylgd getur verið nauðsynleg fyrstu dagana en við biðjum foreldra/forráðamenn að koma aðeins einn með hverju barni ef með þarf og passa alltaf uppá fjarlægðarmörk við aðra fullorðna í rýminu.
Eins viljum við biðja ykkur um að halda nemendum heima ef þeir sýna einkenni Covid-19 og láta skrifstofustjóra skólans vita. Við stóðum okkur vel í vor að passa uppá þetta og höfum fulla trú á því að við getum "tæklað" þetta verkefni saman aftur. Hér í skólanum er allt tilbúið fyrir upphaf skólaársins 2020-2021 og mikil tilhlökkun að taka á móti nemendum eftir sumarfrí.
Munum að huga vel að líðan okkar allra, bæði líkamlegri og andlegri.
Með kveðju, skólastjórnendur Njarðvíkurskóla
Lesa meira
23.06.2020
Sjálfsmatsskýrsla fyrir skólaárið 2019 - 2020 hefur verið birt á heimasíðu Njarðvíkurskóla. Einnig hafa verið birtir umbótaþættir sem unnir eru úr sjálfsmatsskýrslunni.
Lesa meira
11.06.2020
Starfsfólk Njarðvíkurskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og þakkar samstarfið á liðnu skólaári.
Skrifstofa skólans er lokuð frá og með 16. júní og opnar aftur miðvikudaginn 5. ágúst.
Skólasetning verður mánudaginn 24. ágúst og má sjá skóladagatal næsta skólaárs með því að smella hérna.
Lesa meira