03.04.2020
Njarðvíkurskóli í Krakkafréttum
Síðuskóli á Akureyri skoraði á Njarðvíkurskóla að taka þátt í krakkasvarinu í krakkafréttum á RÚV. Nemendurnir í 6. bekk tóku árskorunni. Þeir áttu að svara spurningunni: Eigið þið góð ráð fyrir fullorðna sem leiðist heima?
Í framhaldi hafa nemendur í Njarðvíkurskóla skorað á Háteigsskóla í Reykjavík.
Hér getið þið séð afraksturinn!
Lesa meira
01.04.2020
Foreldrafélag Njarðvíkurskóla kom færandi hendi í skólann í morgun til þess að færa öllum starfsmönnum skólans páskaegg sem þakklætisgjöf. Með þessari gjöf vill foreldrafélagið þakka starfsmönnum fyrir ómetanlegt starf hér innan skólans á þessum fordæmalausu tímum sem við erum að ganga í gegnum og að standa í framvarðarsveit fyrir nemendur Njarðvíkurskóla. Þessi hugmynd kom frá foreldrafélaginu strax núna eftir helgina og viljum við þakka foreldrafélaginu og foreldrum nemenda fyrir hugulsemina það er svo ómetanlegt fyrir okkur að finna fyrir þakklæti á okkar störf á þessum tímum.
______
Í bréfi frá foreldrafélaginu sem fylgir gjöfinni stendur:
Kæra starfsfólk Njarðvíkurskóla!
Foreldrar nemenda í Njarðvíkurskóla vilja koma á framfæri kærum þökkum til ykkar allra fyrir að standa í framvarðasveitinni fyrir okkur og börnin okkar. Jákvæðni ykkar, umhyggja og samtaða fyrir fjölskyldur og nemendur hefur ekki bara skilað sér í fjölbreyttu og lausnamiðuðu skólastarfi heldur líka ánægju og þakklæti nemenda og fjölskyldna þeirra.
Við þökkum ykkur öllum fyrir ómetanlegt starf á þessum fordæmalausu tímum sem við erum að ganga í gegnum.
Með þakklæti
Foreldrar nemenda í Njarðvíkurskóla
Lesa meira
25.03.2020
Landlæknir og sóttvarnalæknir vilja árétta mikilvægi þess að nemendur í leik- og grunnskólum haldi áfram að sækja skóla þrátt fyrir takmarkanir á skólastarfi.
Í viðhengi er bréf frá sóttvarnarlækni og landlækni sem forráðamenn eru hvattir til að lesa.
_______
Attached is a letter from epidemiologist and director of health regarding children in school and the covid-19 pandemic. It is in Icelandic but the main message to parents is this:
· Healthy children should carry on attending school. Learning is important for them as well as the routine, activity and stimulation that comes with attending school.
· The risk of infection among children is very little as research in Iceland and the other Nordic countries have shown. The likelihood of children carrying the virus is much less than among grown up people.
Lesa meira
24.03.2020
Hérna er handbók fyrir nemendur um Mentorkerfið m.a. hvernig á að skila verkefnum inn á mentor.
Lesa meira
23.03.2020
Miðvikudaginn 11. mars fór lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Reykjanesbæ fram í Bergi, Hljómahöll í 23. sinn. Það eru nemendur í 7. bekk úr grunnskólum Reykjanesbæjar sem taka þátt í keppninni ár hvert.
Það er óhætt að segja að okkar keppendur, þær Kristín Arna Gunnarsdóttir og Hildigunnur Eir Kristjánsdóttir hafi staðið sig með prýði og voru sjálfum sér og sínum skóla til mikils sóma.
Ástríður Auðbjörg Halldórsdóttir og Birna Rós Daníelsdóttir voru fulltrúar Njarðvíkurskóla í tónlistaratriðum og stóðu sig frábærlega.
Sigurvegari í stóru upplestrarkeppninni í ár er Alexander Freyr Sigvaldason úr Akurskóla og í öðru sæti lenti Thelma Helgadóttir úr Myllubakkaskóla og í því þriðja Margrét Júlía Jóhannsdóttir úr Holtaskóla.
Lesa meira
21.03.2020
Vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur til í grunnskólum og þeirra áhrifa sem þær hafa haft á framkvæmd skólamáltíða hafa Reykjanesbær og Skólamatur átt gott samtal.
Ákveðið hefur verið:
að allir nemendur í grunnskólum fái einfalda máltíð á þeim dögum sem þeir eru í skólanum frá og með 23. mars og á meðan á takmörkun á skólahaldi stendur
engir reikningar verða sendir út fyrir apríl eða á meðan á takmörkuninni stendur
þeir reikningar sem foreldrar hafa greitt vegna áskrifta í mars verða endurreiknaðir frá og með 16. mars. Nánari útfærsla verður kynnt um leið og hún liggur fyrir
Það er því ekki þörf á því að segja upp áskrift hjá Skólamat vegna þessarar takmörkunar sem nú er á skólahaldi.
Skólamatur hefur unnið hörðum höndum að því að aðlaga sig að breyttum aðstæðum til þess að geta áfram boðið nemendum upp á hollan og fjölbreyttan mat. Matseðil fyrir næstu viku má finna á heimasíðu Skólamatar: www.skolamatur.is
Skólamatur vill jafnframt koma á framfæri þakklæti fyrir þann skilning sem nemendur og foreldrar hafa sýnt fyrirtækinu síðustu daga.
School meals in Compulsory Schools during School Restriction.
Due to the circumstances Reykjanesbær and Skólamatur have jointly decided that:
All pupils in compulsory schools receive a simple meal when they are at school, starting on March 23rd and during the school restriction.
No bills will be made for April, or during the restriction.
The bills parents have already paid for school meals in March will be recalculated as of March 16th.
Further details will be announced as soon as possible.
Therefore, there is no need to cancel school meals subscription due to the current school restriction.
Skólamatur has done its best to adapt to these special circumstances and to offer pupils with healthy and varied food. A menu for the next week can be found on the Skólamatur website: www.skolamatur.is
Skólamatur also wishes to express gratitude for the understanding that kids and their parents have shown to the company in recent days.
Powiadomienie o posiłkach szkolych w szkołach podstawowych w okresie gdy zajęcia szkolne są ograniczone.
Ze względu na działania podjęte w szkołach podstawowych, Reykjanesbær oraz firma Skólamatur odbyli rozmowę dotyczącą posiłków szkolnych.
Postanowiono, że :
w okresie, gdy zajęcia są ograniczone, począwszy od 23 marca, wszyscy uczniowie szkół podstawowych otrzymują prosty posiłek w dniach, w których są w szkole,
żadne rachunki nie zostaną wysłane do kwietnia lub w trakcie redukcji zajęć szkolnych,
rachunki, które rodzice już opłacili za miesiąc marzec zostaną ponownie przeliczone od dnia 16 marca. Szczegółowe informacje będą przedstawione tak szybko jak to możliwe.
Nie ma potrzeby anulowania wykupionych posiłków w Skólamatur z powodu ograniczenia zajęć, które jest obecnie w szkole.
Firma Skólamatur ciężko pracuje i robi wszystko, by dostosować się do zmieniających okoliczności, żeby nadal mogła oferować uczniom zdrowe i urozmaicone jedzenie. Menu na następne dni można znaleźć na stronie Skólamatur www.skolamatur.is
Skólamatur pragnie również wyrazić wdzięczność i podziekować za zrozumienie, jakie uczniowie i rodzice okazali firmie w ostatnich dniach.
Lesa meira
20.03.2020
Það er mörgum erfitt að vera stíað frá vinum og ættingjum vegna sóttkvíar. Það er mögulega enn erfiðara fyrir börn, sérstaklega ung börn, sem ekki skilja vel tilganginn með þessum ráðstöfunum. Embætti landlæknis hefur tekið saman leiðbeiningar vegna barna í sóttkví.
Lesa meira
20.03.2020
Skólar, leikskólar og íþróttafélög hafa skipulagt vandlega fyrirkomulag næstu daga og vikur til að fara eftir fyrirmælum heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi og samkomum. Það er mikilvægt að forráðamenn barna dragi á sama tíma úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki gegn þessum ráðstöfunum.
Schools, pre-schools, and athletic organisations have carefully organised their schedules for the days and weeks to come in order to comply with the Minister of Health and Social Security’s instructions restricting school activities and gatherings. It is extremely important that children’s parents and guardians simultaneously reduce the number of people in their children’s contact network outside of school in order to avoid working against these measures.
Lesa meira
20.03.2020
Vikan í Njarðvíkurskóla hefur gengið mjög vel miðað við aðstæður. Skipulagið sem var sett upp til að passa að það yrði ekki skörun milli hópa hefur gengið upp og allir verið duglegir að passa upp á sitt skipulag.
Við viljum þakka nemendum og foreldrum/forráðamönnum fyrir aðstoðina við að láta þetta ganga upp hjá okkur.
Nú er helgin framundan og í næstu viku höldum við sama skipulagi, þ.e. að nemendur í 1.-6. bekk koma i skólann annan hvern dag og nemendur í 7.-10. bekk fylgja kennsluskipulagi sem kennarar senda frá sér í tölvupósti og/eða á Mentor. Deildastjórar í Ösp og Björk senda út skipulag varðandi skólastarf í sérdeildum. Nánara skipulag varðandi hvaða daga nemendur eiga að mæta kemur frá umsjónarkennurum í dag.
Ef einhver breyting verður þá sendum við skilaboð á foreldra með eins miklum fyrirvara og hægt er.
Við hvetjum nemendur til að vera dugleg að halda skipulagi, vinna jafnt og þétt og vera dugleg að lesa.
Lesa meira