Fréttir

Skólablaðið Njörður komið út

Skólablað Njarðvíkurskóla, Njörður, er komið út. Að þessu sinni er blaðið aðeins á rafrænu formi. Í blaðinu sem er 56 síður eru fjölmargar greinar og viðtöl við starfsfólk í Njarðvíkurskóla. Einnig eru greinar um ýmsa viðburði á skólaárinu, fréttir af skólastarfinu, nemendur svara spurningum og fjölmargar myndir. Njótið!
Lesa meira

Skólaslit Njarðvíkurskóla 2020

Skólaslit hjá nemendum í 1.-10. bekk í Njarðvíkurskóla verða á sal skólans fimmtudaginn 4. júní á eftirfarandi tímasetningum: - 1.-2. bekkur kl. 8:30 - 3. bekkur kl. 9:30 - 4. bekkur kl. 10:30 - 5.-6. bekkur kl. 11:30 - 7.-9. bekkur kl. 13:00 - 10. bekkur kl. 17:30 Vegna aðstæðna í ár er mælst til að ekki fleiri en 1-2 fylgi hverjum nemanda á skólaslitum í 1.-9. bekk. Nemendur fá vitnisburð skólaársins afhentan á sal á skólaslitum. Skólaslit hjá nemendum í 10. bekk verða við hátíðlega athöfn á sal skólans fimmtudaginn 4. júní kl. 17:30. Vegna aðstæðna í ár er aðeins gert ráð fyrir að foreldrar mæti með sínu barni á skólaslitin. Að loknum skólaslitum verður hátíðarkvöldverður hjá nemendum og kennurum þeirra. Fyrirkomulagið verður þannig að eftir skólaslit fara nemendur í hópmyndatöku og svo er fordrykkur á kaffistofu starfsmanna á meðan salurinn er undirbúin fyrir hátíðarkvöldverðinn. Gert er ráð fyrir að dagskrá sé lokið fyrir kl. 21:00.
Lesa meira

Vorfögnuður Njarðvíkurskóla

Vorfögnuður nemenda í Njarðvíkurskóla verður miðvikudaginn 3. júní. Nemendur mæta kl. 9:10 í heimastofur, fara síðan í skrúðgöngu og að henni lokinni taka við fjölbreyttar stöðvar þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Meðal þess sem verður í boði er: Skrúðganga, skotboli, götukrot, þrautabraut í íþróttahúsi, sápubolti, teygjutvist, stultur, húlla hopp, sipp, snú-snú, gagabolti, hoppuboltar, kíló, sparkó, reipitog, tvíburahlaup, limbó, hlaupaleikir, stígvélakast- og spark, troðslukeppni. Svo verður árlegur leikur milli nemenda og starfsmanna í körfubolta og fótbolta, pylsuveisla og BMX bros hjólasýning. Vorfögnuðurinn í ár verður aðeins fyrir nemendur og starfsmenn.
Lesa meira

Skólaslit og hátíðarkvöldverður hjá 10. bekk

Skólaslit hjá nemendum í 10. bekk verða við hátíðlega athöfn á sal skólans fimmtudaginn 4. júní kl. 17:30. Vegna aðstæðna í ár er aðeins gert ráð fyrir að foreldrar mæti með sínu barni á skólaslitin. Að loknum skólaslitum verður hátíðarkvöldverður hjá nemendum og kennurum þeirra. Fyrirkomulagið verður þannig að eftir skólaslit fara nemendur í hópmyndatöku og svo er fordrykkur á kaffistofu starfsmanna á meðan salurinn er undirbúin fyrir hátíðarkvöldverðinn. Gert er ráð fyrir að dagskrá sé lokið fyrir kl. 21:00. Bestu kveðjur, skólastjórn Njarðvíkurskóla
Lesa meira

Skólaslit hjá nemendum í 1.-9. bekk

Skólaslit hjá nemendum í 1.-9. bekk í Njarðvíkurskóla verða á sal skólans fimmtudaginn 4. júní á eftirfarandi tímasetningum: 1.-2. bekkur kl. 8:30 3. bekkur kl. 9:30 4. bekkur kl. 10:30 5.-6. bekkur kl. 11:30 7.-9. bekkur kl. 13:00 Vegna aðstæðna í ár er mælst til að ekki fleiri en 1-2 fylgi hverjum nemanda á skólaslitin. Nemendur fá vitnisburð skólaársins afhentan á sal á skólaslitum. Bestu kveðjur, skólastjórn Njarðvíkurskóla
Lesa meira

Mat á lykilhæfni

Í Njarðvíkurskóla er lagt mat á hæfni nemenda innan hvers sviðs sem byggist á grunnþáttum í menntun og áhersluþáttum grunnskólalaga. Slík hæfni er nefnd lykilhæfni við námsmat í grunnskóla og er gefið fyrir hana með fimm mismunandi hæfnitáknum, jafnt og þétt yfir skólaárið. Nemendum fá mat á lykilhæfni frá mismunandi kennurum eftir árgöngum þar sem nemendur eru metnir út frá viðmiðum sem sett hafa verið fyrir nemendur í Njarðvíkurskóla. Viðmið fyrir lykilhæfni eru stigvaxandi eftir árgöngum.
Lesa meira

Samfélagssáttmáli – í okkar höndum

Samfélagssáttmáli – í okkar höndum Tryggjum góðan árangur áfram og gerum samfélagssáttmála. Sáttmála sem gildir í vor og sumar og við munum öll virða.
Lesa meira

Próftafla fyrir 1.-10. bekk

Undanfarin ár höfum við sett upp próftöflu fyrir nemendur í 1.-10. bekk til upplýsingar fyrir nemendur og foreldra. Próftaflan er birt hér en með fyrirvara um breytingar.
Lesa meira

Próftafla fyrir 7.-10. bekk

Eins og undanfarin ár setjum við upp próftöflu fyrir yfirlitspróf í íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku fyrir 7.-10. bekk. Próftöfluna má nálgast hér. Þarna kemur einnig fram hvaða daga sjúkrapróf eru fyrir þessi próf.
Lesa meira

Grjónapúðar í Ösp frá Kvenfélagi Njarðvíkur

Sérdeildin Ösp við Njarðvíkurskóla fékk á dögunum mjög góða gjöf frá Kvenfélagi Njarðvíkur. Kvenfélagið gaf grjónapúða fyrir nemendur sem munu nýtast vel í hreyfisal þar sem nemendur eru í leik og starfi. Frábært framtak hjá Kvenfélaginu í Njarðvík að styrkja sérdeildina Ösp. Njarðvíkurskóli þakkar þeim kærlega fyrir.
Lesa meira