Fréttir

Myndband - Mennt er máttur sem mun nýtast langt inn í framtíðina

Hvatningaorð frá Arnóri Ingva Traustasyni og Samúel Kára Friðjónssyni leikmönnum íslenska landsliðsins í knattspyrnu til nemenda í Njarðvíkurskóla í tengslum við mikilvægi lesturs. Þeir eru með skilaboð til nemenda í Njarðvíkurskóla um að lesa mikið, standa sig í skóla, leggja sig fram og gera eitthvað aukalega. ,,Verið í skóla, klárið skóla, menntið ykkur, því mennt er máttur sem mun nýtast ykkur langt inn í framtíðina.“ Myndbandið er partur af lestrarátaki Njarðvíkurskóli sem er unnið í samstarfi við Þorgrím Þráinsson.
Lesa meira

Frá Njarðvíkurskóla

Framundan er löng helgi með vetrarleyfi mánudaginn 19. og þriðjudaginn 20. október. Það er enn að bætast í smit í kringum okkur og við hvetjum því alla til að fara mjög varlega næstu daga, gæta að einstaklingsbundnum sóttvörnum og virða nándarmörk. Þeir sem eru enn í sóttkví þurfa að virða hana, halda tveggja metra fjarlægð inn á heimilinu og hitta ekki aðra. Ef smit kemur upp hjá nemanda skólans þarf strax að láta skólastjóra vita með tölvupósti á netfangið: asgerdur.thorgeirsdottir@njardvikurskoli.is Eigið góða vetrarleyfisdaga með ykkar nánustu og við sendum góðar kveðjur til þeirra sem eru enn í sóttkví. Við erum öll almannavaranir og saman náum við árangri.
Lesa meira

Vetrarleyfi / Winter vacation / Ferie zimowe

Kæru foreldrar/forráðamenn Ég minni á að samkvæmt skóladagatali þá er vetrarleyfi í Njarðvíkurskóla mánudaginn 19. október og þriðjudaginn 20. október. Kennsla hefst að nýju miðvikudaginn 21. október samkvæmt stundaskrá. Starfsfólk skólans vonar að nemendur og foreldrar hafi það gott í fríinu. Bestu kveðjur, Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri Dear parents/legal guardians. 19th and 20nd of October will be winter vacation in Njarðvíkurskóli. School will resume on 21st of October with its regular schedule. The staff at our school wishes students and their families an enjoyable holiday. Best wishes, Ásgerður Þorgeirsdóttir, principal Ferie zimowe Drodzy rodzice/opiekunowie Dnia 19. og 20. Pazdziernik rozpoczna sie ferie w naszej szkole. Zajecia rozpoczna sie ponownie 21. Pazdeziernik zgodnie z planem lekcji. Pracownicy szkoly zycza uczniom i ich rodzicom milego wypoczynku. Pozdrowienia, Ásgerður Þorgeirsdóttir, dyrektor
Lesa meira

Hvatningarorð í tengslum við lestrarátak Njarðvíkurskóla

Valur Axel Axelsson formaður nemendafélags Njarðvíkurskóla og Helga Vigdís Thordersen varaformaður eru með hvatningarorð til nemenda í tengslum við lestrarátak Njarðvíkurskóla. Í myndbandinu eru Valur og Helga með fyrirliðaband Arons Einars frá landsleik Íslands og Rúmeníu 8. október 2020. Í myndbandinu segja þau: Við viljum þakka landsliðinu, Aroni, Gylfa og Þorgrími fyrir þetta geggjaða fyrirliðaband sem við fengum eftir landsleikinn gegn Rúmeníu, þetta er bandið sem Aron var með í leiknum. Krakkar við viljum minna ykkur á hvað er það er ótrúlega mikilvægt að lesa, að lesa getur verið rosalega skemmtilegt og ef þú veist ekki hvað þú vilt lesa þá getur þú komið niður til Villu á bókasafninu og Villa getur hjálpa þér að finna bókina sem þú hefur áhuga á. Einnig vilja þau minna á að þeir nemendur sem þurfa á því að halda eða vilja geta fengið sér hljóðbók því það er ekkert öðruvísi að hlusta á hljóðbók heldur en að lesa venjulega bók. Og það er líka bara jafn gaman. Áfram Ísland! Áfram Njarðvíkurskóli! Áfram lestur! Njarðvíkurskóli þakkar landsliðinu fyrir stuðninginn!. #fyririsland #ksi #lestur
Lesa meira

Tilkynning frá Njarðvíkurskóla

Kæru foreldrar/forráðamenn Að gefnu tilefni þá vil ég ítreka að það má alls ekki senda börn í skólann sem eru kvefuð, með hálssærindi, slappleika, eða önnur flensulík einkenni. Góða helgi og farið varlega á þessum skrýtnu tímum. Bestu kveðjur, Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri Njarðvíkurskóli
Lesa meira

Myndband - Aron Einar sendir nemendum í Njarðvíkurskóla baráttukveðju

Hvatningaorð frá Aroni Einari Gunnarssyni fyrirliða íslenska landsliðsins til nemenda í Njarðvíkurskóla í tengslum við mikilvægi lesturs: ,,Hvet ykkur til að lesa, lesa. Ég les alltaf fyrir krakkana mína á kvöldin. Þetta er mikilvægt fyrir orðaforðan. Gangi ykkur vel!“ Njarðvíkurskóli sendir strákunum í landsliðinu baráttukveðjur fyrir stórleikinn gegn Rúmeníu í kvöld! Myndbandið er partur af lestrarátaki Njarðvíkurskóli sem er unnið í samstarfi við Þorgrím Þráinsson. #fyririsland #ksi #lestur
Lesa meira

Hertar reglur vegna Covid-19

Ágætu foreldrar/forráðamenn Í dag mánudaginn 5. október taka í gildi hertar samfélagslegar reglur vegna Covid-19. Í ljósi þeirra takmarkanna sem þar eru settar fram förum við áfram fram á að foreldrar komi ekki inn í skólann með börnum sínum. Foreldrar geta fylgt börnum sínum að skólanum á morgnana en þegar foreldrar sækja í frístund er hægt að hringja í símanúmerið 8646788 og barnið kemur út. Við biðjum ykkur vinsamlegast að virða þessi til mæli. Ef foreldrar eru boðaðir á fund í skólanum skal virða 1m regluna og/eða grímuskyldi en við reynum nú að halda slíkum fundum í lágmarki. Mikilvægt er nú sem aldrei fyrr að fara varlega, gæta persónulegra sóttvarna og fjarlægðarmarka. Við erum öll almannavarnir og saman náum við bestum árangri. Bestu kveðjur, Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri Njarðvíkurskóla
Lesa meira

Samtalsdagur 14. október 2020

Miðvikudaginn 14. október er samtalsdagur í Njarðvíkurskóla. Samtalsdagurinn verður með breyttu sniði í ár þar sem öll viðtöl verða tekin í gegnum síma til að bregðast við hertum samfélagsreglum. Forráðamenn óska eftir viðtalstíma í gegnum Mentor, hjá umsjónarkennara. Einnig geta forráðamenn óskað eftir viðtali við fag-, list- og verkgreinakennara sem einnig eru til viðtals þennan dag.
Lesa meira

Smiðjur í skapandi skrifum fyrir börn

Gunnar Helgason rithöfundur verður með smiðjur í skapandi skrifum fyrir börn í 3. - 6. bekk á öllum Suðurnesjum. Smiðjurnar fara fram dagana 5. - 13. október í Grindavík, Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum.
Lesa meira

Starfsdagur / teachers work day / Dzień organizacyjny

Mánudaginn 5. október er starfsdagur í Njarðvíkurskóla. Allir nemendur eiga frí þennan dag. Frístundaheimili yngri nemenda og frístund í Ösp er lokað þennan dag. Monday the 5th of October is a teachers work day in Njarðvíkurskóli. All students have a vacation this day. The after school program is closed this day. Poniedzialek, 5 pazdziernika jest dniem pracy nauczyciela w Njardvikurskoli. Wszyscy studenci maja wakacje tego dnia. Program zajec pozalekcyjnych jest dzis zamkniety. Bestu kveðjur, Skólastjórn
Lesa meira