Fréttir

Samkomutakmarkanir og börn

Skólar og íþróttafélög skipuleggja sitt fyrirkomulag til að fara eftir fyrirmælum yfirvalda um takmarkanir á skólastarfi og samkomum, þ.m.t. fjöldatakmörkunum, rýmum og grímunotkun. Það er mikilvægt að forráðamenn barna dragi á sama tíma úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki gegn þessum ráðstöfunum.
Lesa meira

Skólastarf 3. - 17. nóvember

Vegna hertra aðgerða almannavarna verður skólastarf með breyttu sniði frá og með 3. nóvember til og með 17. nóvember. Skóladagurinn hjá 1.-4. bekk er frá kl. 8:15-13:20 eins og venjulega. Nemendur í 1.-4. bekk eru undanþegnir grímuskyldu og fjarlægðartakmörkunum og getum við því boðið þeim upp á nokkurn veginn hefðbundið skólastarf þessa daga. Nemendur í 5. - 10. bekk þurfa að fara eftir 2ja metra reglunni eða bera grímu annars. Þar sem ekki er hægt að bjóða upp á 2ja metra inni í hefðbundinni kennslustofu og ekki hægt að bjóða börnum upp á að sitja allan daginn í sama rými með grímu skiptum við hverjum árgangi upp í tvo hópa sem mæta í tvo og hálfa klukkustund á dag. Fyrri hópurinn mætir kl. 8:30 -10:55 og seinni hópurinn mætir 11:30 -13:55. Umsjónarkennarar senda hópaskiptingu síðar í dag á foreldra/forráðmenn. Algjör grímuskylda er hjá nemendum í 5. - 10. bekk í sameiginlegum rýmum svo sem á göngum og þegar gengið er inn í skólann. Við biðjum foreldra um að sjá til þess að nemendur mæti með grímu í skólann á morgun og alla daga á meðan á þessu ástandi varir. _____ Tomorrow, Tuesday 3 November, we will start school according to changed and stricter infection control rules. The activities are until November 17. Students in 1st - 4th grade are exempt from the obligation to wear masks and distance restrictions, and we can therefore offer them traditional school work these days. Students in 5th - 10th grade must follow the 2 meter rule or wear a mask. Since it is not possible to offer 2 meters inside a traditional classroom and it is not possible to offer children to sit all day in the same room with a mask, we divide each class into two groups that meet for two and a half hours each day. Teachers will send a group division later today to parents / guardians. Students in 5th - 10th grade are obliged to wear masks in common areas such as corridors and when entering the school. We ask parents to make sure that students come to school with a mask tomorrow and every day during this situation. ____ Jutro, wtorek 3-go listopada zaczynamy pracę szkoły po zmienionych zaostrzeniach epidemiologicznych. Zaostrzenia obowiązują do 17-go listopada czyli 11 dni nauki w szkole. Uczniowie klas 1-4 są wyłączeni z obowiązku używania masek i zachowania dystansu, więc jesteśmy w stanie zapewnić im prawie normalny tryb nauczania w szkole. Uczniowie klas 5-10 są zobowiązani do zachowania dystansu lub noszenia masek. Ponieważ nie jest możliwe zachowanie 2 m odległości w klasach oraz nie możemy pozwolić uczniom na przebywanie w maskach cały dzień w jednym pomieszczeniu każdy rocznik został podzielony na 2 grupy, które będą przychodzić do szkoły na 2,5 godz dziennie. Niedługo wychowawcy klas wyślą rodzicom/opiekunom podział na grupy. Całkowity nakaz używania masek obowiązuje uczniów klas 5-10 w pomieszczeniach wspólnego użytku, na korytarzach oraz przy wejściu do szkoły. Prosimy rodziców o zaopatrzenie dzieci w maski jutro i przez cały okres obowiązywania zaostrzeń.
Lesa meira

Skipulagsdagur mánudaginn 2. nóvember í grunnskólum

Vegna hertra sóttvarnaráðstafana í grunnskólum landsins verður mánudagurinn 2. nóvember notaður til að skipuleggja starfið með kennurum og öðru starfsfólki. Grunnskólabörn eiga því ekki að mæta í skólann mánudaginn 2. nóvember en nánari upplýsingar um skólastarfið verða sendar frá skólunum til foreldra og forráðamanna um áframhald skólastarfsins. Skóla- og frístundastarf mun hefjast aftur með breyttu sniði þriðjudaginn 3. nóvember.
Lesa meira

Frá Njarðvíkurskóla vegna hertra sóttvarnaraðgerða

Í dag voru kynntar hertar sóttvarnaraðgerðir og munu þessar aðgerðir án efa hafa áhrif á skólastarf hjá okkur. Eins og staðan er núna er það ekki orðið ljóst en við munum upplýsa foreldra/forráðamenn um stöðuna um leið og við vitum betur hvernig skólastarfi verður háttað.
Lesa meira

Starfsáætlun Njarðvíkurskóla 2020-2021

Starfsáætlun Njarðvíkurskóla fyrir skólaárið 2020-2021 var samþykkt af skólaráði Njarðvíkurskóla 24. september 2020 og í fræðsluráði Reykjanesbæjar 23. október 2020. Samkvæmt 29 gr. grunnskólalaga ber hverjum grunnskóla að gefa út skólanámskrá og starfsáætlun. Skólastjóri er ábyrgur fyrir gerð þeirra og skal semja þær í samráði við kennara. Skólanámskrá er nánari útfærsla á Aðalnámskrá grunnskóla um markmið, inntak náms og námsmat, starfshætti og mat á árangri og gæðum skólastarfs. Skólanámskrá tekur mið af sérstöðu grunnskóla og aðstæðum og skal endurskoða reglulega.
Lesa meira

Myndband - Kveðja frá Hallberu og Sveindísi landsliðskonum í knattspyrnu

Hvatningaorð frá Hallberu Gísladóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur leikmönnum íslenska landsliðsins til nemenda í Njarðvíkurskóla í tengslum við mikilvægi lesturs: ,,Okkur finnst rosalega mikilvægt að vera dugleg að lesa og skrifa. Verið dugleg að lesa og áfram Ísland“ Njarðvíkurskóli sendir stelpunum í landsliðinu baráttukveðjur fyrir stórleikinn gegn Sviþjóð í kvöld! Myndbandið er partur af lestrarátaki Njarðvíkurskóli sem er unnið í samstarfi við Þorgrím Þráinsson. #fyririsland #ksi #lestur
Lesa meira

Myndband - Mennt er máttur sem mun nýtast langt inn í framtíðina

Hvatningaorð frá Arnóri Ingva Traustasyni og Samúel Kára Friðjónssyni leikmönnum íslenska landsliðsins í knattspyrnu til nemenda í Njarðvíkurskóla í tengslum við mikilvægi lesturs. Þeir eru með skilaboð til nemenda í Njarðvíkurskóla um að lesa mikið, standa sig í skóla, leggja sig fram og gera eitthvað aukalega. ,,Verið í skóla, klárið skóla, menntið ykkur, því mennt er máttur sem mun nýtast ykkur langt inn í framtíðina.“ Myndbandið er partur af lestrarátaki Njarðvíkurskóli sem er unnið í samstarfi við Þorgrím Þráinsson.
Lesa meira

Frá Njarðvíkurskóla

Framundan er löng helgi með vetrarleyfi mánudaginn 19. og þriðjudaginn 20. október. Það er enn að bætast í smit í kringum okkur og við hvetjum því alla til að fara mjög varlega næstu daga, gæta að einstaklingsbundnum sóttvörnum og virða nándarmörk. Þeir sem eru enn í sóttkví þurfa að virða hana, halda tveggja metra fjarlægð inn á heimilinu og hitta ekki aðra. Ef smit kemur upp hjá nemanda skólans þarf strax að láta skólastjóra vita með tölvupósti á netfangið: asgerdur.thorgeirsdottir@njardvikurskoli.is Eigið góða vetrarleyfisdaga með ykkar nánustu og við sendum góðar kveðjur til þeirra sem eru enn í sóttkví. Við erum öll almannavaranir og saman náum við árangri.
Lesa meira

Vetrarleyfi / Winter vacation / Ferie zimowe

Kæru foreldrar/forráðamenn Ég minni á að samkvæmt skóladagatali þá er vetrarleyfi í Njarðvíkurskóla mánudaginn 19. október og þriðjudaginn 20. október. Kennsla hefst að nýju miðvikudaginn 21. október samkvæmt stundaskrá. Starfsfólk skólans vonar að nemendur og foreldrar hafi það gott í fríinu. Bestu kveðjur, Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri Dear parents/legal guardians. 19th and 20nd of October will be winter vacation in Njarðvíkurskóli. School will resume on 21st of October with its regular schedule. The staff at our school wishes students and their families an enjoyable holiday. Best wishes, Ásgerður Þorgeirsdóttir, principal Ferie zimowe Drodzy rodzice/opiekunowie Dnia 19. og 20. Pazdziernik rozpoczna sie ferie w naszej szkole. Zajecia rozpoczna sie ponownie 21. Pazdeziernik zgodnie z planem lekcji. Pracownicy szkoly zycza uczniom i ich rodzicom milego wypoczynku. Pozdrowienia, Ásgerður Þorgeirsdóttir, dyrektor
Lesa meira

Hvatningarorð í tengslum við lestrarátak Njarðvíkurskóla

Valur Axel Axelsson formaður nemendafélags Njarðvíkurskóla og Helga Vigdís Thordersen varaformaður eru með hvatningarorð til nemenda í tengslum við lestrarátak Njarðvíkurskóla. Í myndbandinu eru Valur og Helga með fyrirliðaband Arons Einars frá landsleik Íslands og Rúmeníu 8. október 2020. Í myndbandinu segja þau: Við viljum þakka landsliðinu, Aroni, Gylfa og Þorgrími fyrir þetta geggjaða fyrirliðaband sem við fengum eftir landsleikinn gegn Rúmeníu, þetta er bandið sem Aron var með í leiknum. Krakkar við viljum minna ykkur á hvað er það er ótrúlega mikilvægt að lesa, að lesa getur verið rosalega skemmtilegt og ef þú veist ekki hvað þú vilt lesa þá getur þú komið niður til Villu á bókasafninu og Villa getur hjálpa þér að finna bókina sem þú hefur áhuga á. Einnig vilja þau minna á að þeir nemendur sem þurfa á því að halda eða vilja geta fengið sér hljóðbók því það er ekkert öðruvísi að hlusta á hljóðbók heldur en að lesa venjulega bók. Og það er líka bara jafn gaman. Áfram Ísland! Áfram Njarðvíkurskóli! Áfram lestur! Njarðvíkurskóli þakkar landsliðinu fyrir stuðninginn!. #fyririsland #ksi #lestur
Lesa meira