16.06.2021
Skrifstofa Njarðvíkurskóla verður lokuð frá og með 18. júní. Við opnum skrifstofuna aftur 6. ágúst. Skólasetning verður mánudaginn 23. ágúst 2021.
Starfsmenn Njarðvíkurskóla óska nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars.
Lesa meira
15.06.2021
Verkefnið Skólavinir í Njarðvíkurskóla gengur út á að hvetja nemendur til meiri þátttöku í leikjum og afþreyingu í fyrri frímínútum alla daga. Nemendur í 3. til 5. bekk sjá um og bera ábyrgð á ýmsum leikjum sem eiga að höfða til allra nemenda á fyrstu skólastigum.
Markmiðið með verkefninu er að bjóða nemendum fjölbreyttara úrval afþreyingar í frímínútum þannig að allir finni eitthvað við sitt hæfi.
Lesa meira
14.06.2021
Skólaslit Njarðvíkurskóla fóru fram 8. júní við hátíðlega athöfn í íþróttamiðstöð Njarðvíkur fyrir 1.-9. bekk og á sal skólans fyrir 10. bekk. Fjölmargar viðurkenningar voru veittar til einstaka nemenda og nemendahópa. Á skólaslitunum spiluðu Rósa Kristín Jónsdóttir á túbu, Þorgerður Tinna Kristinsdóttir á klarinett, Ástríður Auðbjörg Halldórsdóttir á klarinett og Unnur Ísold Kristinsdóttir söng og spilaði á píanó.
Lesa meira
09.06.2021
Föstudaginn 4. júní var vorhátíð í Njarðvíkurskóla. Dagurinn byrjaði á skrúðgöngu og í framhaldi voru fjölbreyttar stöðvar fyrir nemendur þar sem allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi. Meðal annars var boðið upp á dans, skotbolta, bílasýningu, sipp, teygjutvist, stultur, húllahopp, sápukúlur o.fl.
Starfsmenn kepptu við nemendur í 10. bekk í fótbolta og körfubolta, þar sem starfsmenn unnu fótboltann og nemendur körfuboltann.
Mikil ánægja var með komu Friðriks Dórs tónlistarmanns sem tók nokkur lög við góðar undirtektir. Í framhaldi var litahlaup sem vakti mikla lukku. Nemendur fengu pylsur og safa.
Lesa meira
09.06.2021
Nú í vor var Nadía Líf Pálsdóttir kjörin formaður nemendaráðs Njarðvíkurskóla og Lilja Rún Gunnarsdóttir varaformaður.
Njarðvíkurskóli óskar þeim innilega til hamingju! Það eru fjölbreytt og spennandi verkefni framundan hjá þeim.
Lesa meira
04.06.2021
Samkvæmt skóladagatali er mánudaginn 7. júní skertur nemendadagur.
Allir nemendur mæta klukkan 8:15 í skólann og lýkur skóla klukkan 10:35.
Nemendur þurfa að hafa með sér nesti í skólann þennan dag.
Frístundaheimili í Njarðvíkurskóla og Ösp opna klukkan 10:35 fyrir þá nemendur sem eru skráðir þar.
Lesa meira
02.06.2021
Skólaslit hjá nemendum í 1.- 9. bekk í Njarðvíkurskóla verður í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur þriðjudaginn 8. júní á eftirfarandi tímasetningum
1.- 2. bekkur kl. 9:00
3.- 4. bekkur kl. 10:00
5.- 6. bekkur kl. 11:00
7.- 9. bekkur kl. 13:00
Mælst er til að ekki fleiri en 1-2 fylgi hverjum nemanda á skólaslitin. Nemendur fá vitnisburð skólaársins afhentan á sal íþróttahússins á skólaslitum.
Skólaslit hjá nemendum í 10. bekk verða við hátíðlega athöfn í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur sama dag kl. 17:30. Vegna fjöldatakmarkanna er aðeins gert ráð fyrir að foreldrar mæti með sínu barni á skólaslitin. Að loknum skólaslitum verður hátíðarkvöldverður á sal Njarðvíkurskóla hjá nemendum og kennurum þeirra. Gert er ráð fyrir að dagskrá sé lokið fyrir kl. 21:00.
Lesa meira
01.06.2021
Föstudaginn 4. júní er vorhátíð Njarðvíkurskóla sem er skertur nemendadagur og eru frístundaheimilin opin þann dag bæði á undan og eftir vorhátíðina.
Mælst er til að nemendur mæti í litríkum fatnaði í tilefni dagsins.
Nemendur mæta í skólann kl. 10:30 í sína heimastofu og fara síðan í skrúðgöngu og að henni lokinni taka við fjölbreyttar stöðvar og leikir úti við þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Um kl. 12:00 kemur Friðrik Dór tónlistarmaður og tekur nokkur lög með nemendum og eftir það verður litahlaup og því gott að koma með eða vera í hvítum bol fyrir hlaupið. Boðið verður upp á pylsur fyrir nemendur á vorhátíðinni. Nemendum í 5. -7. bekk stendur til boða að taka þátt í sápubolta og því er gott að þau séu með aukaföt og handklæði.
Foreldrar eru velkomnir að mæta á vorhátíðina en allir þurfa að gæta vel að eigin sóttvörnum. Ef svo illa vill til að veður verði þannig að við þurfum að færa hátíðina inn þá verður vorhátíðin eingöngu fyrir nemendur og starfsmenn.
Vorhátíðinni lýkur um kl. 13:00.
Lesa meira
31.05.2021
Sagan Soffía frænka eftir Sigríði Þóru hefur verið tilnefnd til Söguverðlauna Menntamálastofnunar og RÚV 2021 sem veitt verða á verðlaunahátíð í Hörpu 5. júní í beinni útsendingu á RÚV. Sigríður er ein af 20 krökkum á landinu sem er tilnefnd eftir að hún sendi smásöguna sína í keppnina.
Sagan hennar ásamt öðrum tilnefndum sögum munu vera hluti af Risastórum smásögum 2021, rafbók sem gefin verður út í júní af Menntamálastofnun.
Þeir nemendur sem fegnu tilnefningu var einnig boðið að taka þátt í meistarabúðum þar sem nemendur fá tækifæri til að taka þátt í ritlistarsmiðjum með fleiri rithöfundum.
Njarðvíkurskóli óskar Sigríði Þóru innilega til hamingju með þennan árangur.
Lesa meira
21.05.2021
Í dag var haldin uppskeruhátíð í tengslum við verkefnið Í takt við tímann og hvað svo? Þetta er lestrarverkefni sem var unnið í samstarfi Þorgríms Þráinssonar og Njarðvíkurskóla, þar sem aðalmarkmiðið var að reyna skapa ánægju af lestri meðal nemenda
Lesa meira