Fréttir

Stelpur og tækni

Háskólinn í Reykjavík hvetur konur til náms í tæknigreinum, og liður í því er verkefnið Stelpur og tækni, þar sem stelpum úr 9. bekkjum grunnskóla er boðið í háskólann og tæknifyrirtæki en í þetta skiptið var kynningin í gegnum Zoom og verkefnin unnin í gegnum Youtube. Markmiðið er að vekja áhuga þeirra á ýmsum möguleikum í tækninámi og störfum, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn. Miðvikudaginn 19. maí fengu stelpurnar okkar í 9. bekk kynningu á verkfræðideild Háskóla Reykjavíkur og í framhaldi af því lærðu þær að forrita leiki. Óhætt er að segja að stelpurnar átti bæði fræðandi og skemmtilegan dag. Verkefnið var sett upp á einfaldan og áhuganverðan hátt og skemmtu þær sér vel við að búa til tölvuleiki og ekki minna við að spila þá.
Lesa meira

Skólastarf samkvæmt nýrri reglugerð

Skipulag skólastarfs frá mánudeginum 10. maí er með eftirfarandi hætti. Skipulagið byggir á reglugerð um takmörkun á skólastarfi sem gildir til og með 26. maí 2021. Tilhögun skólastarfsins getur verið ólíkt milli skóla þar sem aðstæður eru mismunandi. Við hvetjum alla til þess að gæta að persónulegum smitvörnum, minnum á mikilvægi handþvottar og notkun spritts. Við erum í þessu saman.
Lesa meira

Próftafla fyrir 7.-10. bekk

Eins og undanfarin ár setjum við upp próftöflu fyrir yfirlitspróf í íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku fyrir 7.-10. bekk. - Nemendur sem eiga rétt á lengri próftíma mega sitja í 20 mínútur umfram uppgefinn próftíma - Engin heimavinna er hjá 7.-10. bekk í prófaviku nema undirbúningur fyrir próf - Mætingar í valgreinar halda sér Sjúkrapróf verða 21. og 25. maí
Lesa meira

Skemmtileg árshátíð Njarðvíkurskóla 2021

Árshátíð Njarðvíkurskóla var haldin í dag mánudaginn 3. maí. Vegna takmarka í samfélaginu var önnur útfærsla á hátíðinni en áður þar sem árshátíðaratriðum var streymt. Nemendur fylgdust með atriðum í heimastofum og foreldar heima. Mikið var um flott atriði sem Helga Vigdís Thordersen og Valur Axel Axelsson, kynntu til leiks. Allir árgangar voru með atriði, hluti atriða voru tekin upp í beinni og önnur voru myndbönd sem nemendur og kennarar höfðu unnið saman. Að loku streymi þá voru nemendum boðið á skúffuköku og drykk í heimastofum.
Lesa meira

Árshátíð Njarðvíkurskóla 2021 í beinu streymi

Árshátíð Njarðvíkurskóla verður haldin á mánudaginn 3. maí. Vegna takmarka í samfélaginu verður árshátíðaratriðum streymt þar sem nemendur geta fylgst með atriðum í sinni heimastofu og foreldrar fylgst með heima. Nemendur mæta í skólann kl. 9:45 og hátíðin hefst kl. 10:00 og lýkur um kl. 11:30. Boðið verður upp á skúffuköku og drykk í heimastofu að loknum atriðum. Frístundaheimilin eru lokuð á árshátíðardegi. Allir aðstandendur fengu 30. apríl senda slóð í tölvupósti frá skólastjóra til að geta fylgst með árshátíðinni í streymi.
Lesa meira

Líf og fjör á íþróttadegi Njarðvíkurskóla

Það var líf og fjör í Njarðvíkurskóla í dag föstudaginn 23. apríl en þá fór fram árlegur íþróttadagur skólans. Íþróttadagurinn fer þannig fram að allir bekkir skólans keppa í ýmsum þrautum. Þrautirnar í ár voru bæði hefðbundnar og óhefðbundnar. Hver bekkur var með sinn lit og setti það skemmtilegan brag á daginn. Að lokum var íþróttabekkur Njarðvíkurskóla krýndur en það er sá bekkur sem fékk flest stig í keppnum dagsins. Í ár voru það nemendur í 10. ÉAJ sem unnu bikarinn góða.
Lesa meira

Sumardagurinn fyrsti

Á morgun, fimmtudaginn 22. apríl, er sumardagurinn fyrsti og því enginn skóli þann dag. Starfsmenn Njarðvíkurskóla óska foreldrum, forráðamönnum og nemendum gleðilegs sumars. Thursday the 22nd of April is a public holiday. The school is closed. Czwartek 22 kwietnia to święto państwowe. Szkoła jest zamknięta.
Lesa meira

Skóladagatal 2021-2022

Skóladagatal fyrir næsta skólaár, 2021-2022 er tilbúið og samþykkt bæði af starfsmönnum, skólaráði Njarðvíkurskóla og Fræðsluráði Reykjanesbæjar.
Lesa meira

Tilkynning frá Njarðvíkurskóla vegna loftgæða

Þar sem lofgæði eru slæm á okkar svæði nú þá voru öll börn inni nú í hádegishléi. Við förum eftir leiðbeiningum frá sóttvarnarlækni hvernig við vörumst loftmengun á tímum eldgosa en samkvæmt þeim viðmiðum sem nú eru í gangi hér hjá okkur eiga börn ekki að vera úti við nema til að komast til og frá skóla.
Lesa meira

Langar þig að starfa í fjölskylduvænu sveitarfélagi sem setur börn í fyrsta sæti?



Langar þig að starfa í fjölskylduvænu sveitarfélagi sem setur börn í fyrsta sæti?

 Langar þig að starfa í sveitarfélagi sem nýtir kosti fjölbreytileikans þar sem allir eru með?

 Langar þig að móta framtíðina með okkur í framsæknu skólasamfélagi?


Lesa meira