16.02.2021
Innritun er hafin fyrir börn sem eiga að fara í 1. bekk grunnskóla í Reykjanesbæ haustið 2021. Gert ráð fyrir því að foreldrar séu búnir að skrá börn sín fyrir 1. mars.
Í Reykjanesbæ sækja nemendur grunnskóla samkvæmt skólahverfum. Foreldrar sækja um skólavist fyrir börn sín á íbúavefnum Mitt Reykjanes.
English
Enrollment for children attending 1st grade in a primary school in Reykjanesbær in autumn 2021 has begun. Parents are expected to have their children registered before March 1st. In Reykjanesbær, students attend primary schools according to school districts. Parents apply for admission electronically through Mitt Reykjanes.
Polish
Rekrutacja przyszłych pierwszoklasistów do szkoły podstawowej na rok szkolny 2021-22
Zapisy rozpoczęły się dla dzieci, które jesienią 2021 roku mają uczęszczać do 1 klasy szkoły podstawowej w Reykjanesbær. Przypuszczane jest że rodzice już zarejestrowali swoje dzieci przed 1 marca. W Reykjanesbær uczniowie uczęszczają do szkół podstawowych według okręgów szkolnych. Rodzice ubiegają się o przyjęcie do szkoły dla swoich dzieci na Mitt Reykjanes.
Lesa meira
16.02.2021
Dagana 1. til 12. febrúar var Lestrarátak Njarðvíkurskóla þar sem lögð var enn meiri áhersla en aðra daga á lestur og mikilvægi þess. Lestrarátakið kallaðist Vinir lesa og fólst það fólst meðal annars í því að nemendur fengu að sjá myndband á hverjum degi þar einstaklingar í samfélaginu sem eru góðar fyrirmyndir urðu við beiðni okkar um að taka þátt í lestrarátakinu. Lesarar völdu lesefni sem á sér forsögu í þeirra lífi t.d. tengist góðum minningum úr æsku og/eða vináttu á einhvern hátt. Eftirtaldir einstaklingar tóku þátt í lestrarátakinu:
Guðni Th, Jóhannesson, forseti Íslands
Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri Njarðvíkurskóla
Einara Lilja Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri Njarðvíkurskóla
Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur
Guðjón Sigbjörnsson, starfsamaður Njarðvíkurskóla
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar
Helgi Arnarson, fræðslustjóri Reykjanesbæjar
Sigmundur Már Herbertsson, umsjónamaður Njarðvíkurskóla
Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir, sóknarprestur í Njarðvíkurkirkjum
Meðal fleiri verkefna má nefna að nemendur í 4.bekk komu og lásu fyrir nemendur í 1.bekk í nestistíma og stóðu sig mjög vel og sýndu að þar eru góðar fyrirmyndir á ferð líkt og má sjá á meðfylgjandi myndum.
Lesa meira
09.02.2021
Skólaárið 2020-2021 hóf Njarðvíkurskóli vegferð sína í verkefninu Heilsueflandi grunnskóli. Hugmyndin um Heilsueflandi grunnskóla er byggð á Ottawa-sáttmála Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um heilsueflingu. Heilsueflandi grunnskóla er ætlað að styðja skóla í að vinna markvisst að heilsueflingu í starfi sínu. Í því felst að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag. Verkefnið er einnig ætlað að styðja við grunnþátt menntunar heilbrigði og velferð sem er einn af grunnþáttum menntunar sem getið er um í Aðalnámskrá grunnskóla.
Áhersluþættir verkefnisins eru átta talsins; nemendur, heimili, nærsamfélag, mataræði, hreyfing, öryggi, lífsleikni og geðrækt.
Fyrsta árið er hugsað sem undirbúningsár en þá mun skólinn setja sér heildræna stefnu um áhersluþættina átta. Heilsustefnan verður byggð ofan á þá stefnu og gildi sem þegar eru til staðar í skólanum og fellur að mörgu leyti við þau markmið og áherslur sem lögð eru til grundvallar í verkefninu Heilsueflandi grunnskóli.
Lesa meira
09.02.2021
Almannavarnir í samvinnu við Embætti landlæknis og Heimili og skóla hafa tekið saman leiðbeiningar varðandi öskudaginn sem allir viðeigandi aðilar eru vinsamlega beðnir um að taka til sín og taka virkan þátt í því verkefni að halda góðan og gleðilegan en öðruvísi Öskudag á farsóttartímum.
Gerum okkur dagamun í nærumhverfinu
Höldum upp á daginn á heimavelli, í skólanum, frístundaheimilinu eða félagsmiðstöðinni.
Mætum í búningum
Brjótum upp á hversdagsleikann með því að mæta öll í búningum. Ungir sem aldnir.
Endurvekjum gamlar hefðir
Nú er tækifæri að endurvekja gamlar öskudagshefðir eins og að búa til öskudagspoka og slá köttinn úr tunnunni. Með sóttvarnir í huga að sjálfsögðu.
Syngjum fyrir sælgæti
Ef hefð er fyrir því að ganga á milli húsa eða fyrirtækja í hverfinu væri upplagt að foreldrafélög tækju upp á sína arma að halda utan um hvar sé hægt að koma og syngja fyrir nammi. Athugið að gæta fyllstu sóttvarna og gefið aðeins sér innpakkað sælgæti.
Við erum öll almannavarnir!
Lesa meira
09.02.2021
Í tilefni þess að 1.bekkur Njarðvíkurskóla var búin að vera í 100 daga í skólanum þá var efnt til hátíðar. Nemendur föndruðu kórónur, töldu 100 gotterí í poka og fengu að borða það yfir skemmtilegri teiknimynd. Allir í 1.bekk skemmtu sér konuglega á þessum degi sem er stór áfangi á þeirra skólagöngu.
Lesa meira
08.02.2021
Lára María Ingimundardóttir starfsmaður Njarðvíkurskóla lést sunnudaginn 7. febrúar eftir baráttu við krabbamein. Lára hóf störf við skólann haustið 2017 og sá um aðstoð í matsal og gæslu bæði á almennum svæðum innan skólans sem og í frímínútum. Lára sinnti starfi sínu af einstakri jákvæðni og alúð.
Njarðvíkurskóli vottar fjölskyldu Láru samúð sína og þakkar henni vel unnin störf og þann hlýhug sem hún sýndi skólanum alla tíð.
Lesa meira
02.02.2021
Þriðjudaginn 9. febrúar er samtalsdagur í Njarðvíkurskóla. Vegna smitvarna munu viðtölin fara fram rafrænt í gegnum forritið Teams þar sem hægt verður að nota tölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma. Þau viðtöl sem notast þarf við túlk eru tekin í skóla.
Eins og fyrr þá óska forráðamenn eftir viðtalstíma hjá umsjónakennara í gegnum Mentor. Einnig geta forráðamenn óskað eftir viðtali við fag-, list- og verkgreinakennara sem einnig eru til viðtals þennan dag.
Í viðtalinu verður farið yfir almennt gengi nemandans í skólanum og það námsmat sem lokið er á skólaárinu auk annars. Foreldrar nemenda í 3. 6. og 9. bekk fá senda heim foreldrakönnun og hvetjum við foreldra til að svara könnunni um leið eða fljótlega eftir að hún berst þeim. Niðurstöður viðhorfskönnunar eru mikilvægur hluti í sjálfsmati skóla og við notum ykkar svör til að gera gott skólastarf enn betra.
Eins og áður segir þá fer bókun viðtala fer fram í gegnum Mentor þar sem forráðamenn bóka sjálfir viðtal á þeim tíma sem hentar þeim best. Þegar forráðamenn hafa skráð sig í viðtal þá fá þeir sendan tölvupóst með slóð á Teams fund. Líkt og tíðkast í foreldraviðtölum þá eru nemendur með foreldrum sínum í viðtalinu og þar sem mögulegt er, að hafa opið fyrir mynd.
Opnað verður fyrir bókanir 3. febrúar kl. 00:01 og geta forráðamenn þá byrjað að bóka. Leiðbeiningar fyrir bókun viðtala fyrir forráðamenn má sjá hér í myndbandi frá Mentor https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM
Hérna eru leiðbeiningar um hvernig á að tengjast fundinum. Mikilvægt er að vera búin að kynna sér það áður en viðtalstíminn hefst.
Frístundaheimili skólans er opið á samskiptadaginn, bæði í skóla sem og Ösp frá kl. 8:15-16:15.
Lesa meira
22.01.2021
Már Gunnarsson tónlistarmaður og afreksmaður í sundi, sendir nemendum Njarðvíkurskóla hvatningarmyndband í tengslum við verkefni sem Þorgrímur Þráinsson er að vinna með nemendum í skólanum. Verkefnið gengur út á að hvetja nemendur til lesturs og meginmarkmiðið er að auka ánægja nemenda á lestri. Már sem er fyrrum nemandi í Njarðvíkurskóla hvetur nemendur til lesturs og ekki síst til þess að nýta sér hljóðbækur.
Lesa meira
19.01.2021
Mánudaginn 25 . janúar er starfsdagur í Njarðvíkurskóla. Allir nemendur eiga frí þennan dag. Frístundaheimili yngri nemenda og frístund í Ösp er lokað þennan dag.
--
Monday 25th. of January is a teachers work day in Njardvikurskoli. All students have a vacation this day. The after school program is closed this day.
--
Poniedzialek 25. Styczen jest dniem pracy nauczyciela w Njardvikurskoli. Wszyscy studenci maja wakacje tego dnia. Program zajec pozalekcyjnych jest dzis zamkniety.
Lesa meira
30.12.2020
Takmarkanir á skólahaldi verða rýmkaðar frá gildandi reglum samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem gildir frá 1. janúar 2021 til og með 28. febrúar 2021.
Helstu breytingar í grunnskólum eru að frá og með 4. janúar getum við boðið öllum nemendum upp á kennslu samkvæmt stundaskrá án takmarkana í rýmum eða í mötuneyti. Kennsla í valgreinum, hefst 11. janúar.
Þetta þýðir að allir nemendur Njarðvíkurskóla mæta í skólann samkvæmt stundaskrá mánudaginn 4. janúar 2021 og frístundaheimilin verða opin til kl. 16.15 en ekki til kl. 15.30.
Aðrar helstu breytingar eru að nú er heimilt að hafa 20 starfsmenn saman í rými og þeim er heimilt að fara á milli hópa. Ef ekki er unnt að tryggja 2 metra reglu innandyra ber þeim að nota grímur. Í sameiginlegum rýmum, m.a. mötuneytum verður heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun, að því gefnu að starfsfólk noti grímur. Þessar reglur gilda einnig um frístundaheimili, skipulagt íþrótta- æskulýðs- og tómstundastarf og um störf í félagsmiðstöðvum.
Við förum áfram varlega og hugum vel að hreinlæti og persónulegum sóttvörnum. Áfram verður mikilvægt fyrir okkur öll, börn og fullorðna, að mæta ekki í skólann með flensulík einkenni og aðgengi foreldra og annarra aðstandenda þarf eftir sem áður að vera takmarkað.
Starfsmenn Njarðvíkurskóla þakka samstarfið á árinu sem er að líða og óska öllum farsældar á nýju ári.
Lesa meira