Fréttir

Einar Mikael og Ási skemmtu nemendum

Einar Mikael töframaður og Ásmundur Valgeirsson söngvari skemmtu nemendum í 1.-6. bekk í íþróttahúsinu í morgun í tengslum við upphaf Ljósanætur. Einar Mikael sýndi fjölmarga töfra og sjónhverfingar en hann hefur notið ómældra vinsælda meðal yngstu kynslóðarinnar. Í framhaldi steig Ásmundur Valgeirsson á svið og söng ljósanæturlagið „Velkomin á Ljósanótt“ þar sem nemendur sungu hástöfum. Það er löngu orðin hefð í Njarðvíkurskóla að Ási komi og syngi fyrir nemendur í upphafi Ljósanætur.
Lesa meira

Frítt foreldranámskeið í Reykjanesbæ

Hugarfrelsi býður foreldrum barna og unglinga á Suðurnesjum upp á ókeypis foreldranámskeið. Hér er um stutt og hnitmiðað námskeið að ræða. Hraði og áreiti einkennir samfélag okkar í dag og eiga börn og unglingar oft á tíðum erfitt með að vera besta útgáfan af sér. Gríðarlegur tími fer í notkun á snjalltækjum sem ýtir undir samanburð og neikvæða sjálfsmynd. Mikilvægt er að börn og unglingar kunni að nýta sér einfaldar aðferðir til að staldra við, slaka á og njóta augnabliksins. Á námskeiðinu verður farið yfir: – Hvernig hægt er að leiðbeina börnum í að velja jákvæðni umfram neikvæðni – Hvernig foreldrar geta hjálpað börnum sínum að efla sjálfsmynd sína og styrkleika – Einfaldar öndunar-, slökunar- og hugleiðsluæfingar sem auka vellíðan, efla einbeitingu, hugarró og draga úr kvíða – Einfaldar leiðir til að hjálpa barninu þínu til að sofna Að námskeiðinu loknu ættu þátttakendur að hafa í höndum verkfæri til að nýta í uppeldinu svo börn þeirra nái að blómstra og finni aukna hugarró. Ef þú vilt efla þig sem foreldri og læra einfaldar aðferðir sem þú getur nýtt í uppeldinu þá er þetta námskeið tilvalið fyrir þig! 11. september 2019 (miðvikudagur) Kl. 20:00-21:30 Íþróttaakademían í Reykjanesbæ, Sunnubraut 35 Skráning á www.hugarfrelsi.is, takmarkaður sætafjöldi.
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélags Njarðvíkurskóla

Aðalfundur foreldrafélags Njarðvíkurskóla Foreldrafélag Njarðvíkurskóla boðar til aðalfundar. Fundurinn verður haldinn á sal Njarðvíkurskóla miðvikudaginn 18. september kl. 20.00. Dagskrá: - Kosning fundaritara - Formaður flytur skýrslu stjórnar - Uppgjör ársins 2018 - 2019 - Kosning stjórnar FFN Tillögur af uppstillingu: - Kristín Hjartardóttir – Formaður - Geirný Geirsdóttir – Varaformaður - Vala Rún Vilhjálmsdóttir – Ritari - Henný Úlfarsdóttir – Gjaldkeri - Verkefni vetrarins 2019 - 2020 - Önnur mál Hlökkum til að sjá ykkur Stjórn foreldrafélags Njarðvíkurskóla
Lesa meira

Rafbókasafnið - heill heimur af fróðleik

Rafbókasafnið - Líka fyrir námsmenn Allir nemendur geta nálgast fjölda titla hljóð- og rafbóka á auðveldan hátt. Það eina sem nemendur þurfa til að nálgast efni er gilt bókasafnsskírteini hjá Bókasafni Reykjanesbæjar. Minnum á að bókasafnskírteini er gjaldfrjálst fyrir alla yngri en 18 ára. Fjölmargir efnisflokkar standa lánþegum til boða, líkt og í hefðbundnu bókasafni. Þar er að finna spennusögur, ævisögur, efni fyrir börn og unglinga, þar a meðal á ensku, pólsku og svo margt fleira þannig að allir ættu að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Hægt er að nálgast efnið í flestum tækjum svo sem í vafra í tölvum, spjaldtölvum og snjallsímum. Þjónustan er veitt í gegnum OverDrive rafbókaveituna og Libby,en öppin má finna í App Store og Play store og þjónustan er gjaldfrjáls fyrir notendur sem eiga gilt bókasafnsskírteini í Bókasafni Reykjanesbæjar. Slóðin að Rafbókasafninu er rafbokasafnid.is . Einnig má finna efni Rafbókasafnsins á leitir.is Leiðbeiningar má nálgast á vefslóðinni: https://sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn/safnakostur/rafbokasafnid og senda má fyrirspurnir á netfangið rafbokasafnid@reykjanesbaer.is Starfsfólk Bókasafns Reykjanesbæjar aðstoðar einnig við uppsetningu Rafbókasafnsins sé þess þörf.
Lesa meira

Saumað fyrir umhverfið - Ljósanótt verði plastlaus hátíð

Ljósanótt verður haldin í 20. sinn dagana 4. til 8. september. Ljósanótt í Reykjanesbæ var fyrst haldin árið 2000 og var þá einn dagur en nú nær hátíðin yfir tæpa viku. Virðing fyrir umhverfinu eykst sem betur fer með hverju árinu og nú er svo komið að stefnt er að því að halda „Plastlausa Ljósanótt“ árið 2019. Hátíðin í ár er sérstaklega kynnt sem „Plastlaus Ljósanótt“ og er það liður í umhverfisátaki Reykjanesbæjar. Settar verða upp flokkunar ruslatunnur á hátíðarsvæðinu og íbúar keppast nú við að sauma margnota poka í pokastöð Bókasafnsins „Saumað fyrir umhverfið“ til að nota í verslunum í bæjarfélaginu. Vonast er til að sem flestir taki tillit til þessa átaks. Njarðvíkurskóli tekur þátt í átakinu sem miðar að því að vekja nemendur til umhugsunar um ofnotkun plasts og skaðsemi plasts fyrir umhverfið. Nemendur í Njarðvíkurskóla hafa saumað fjölda margnota taupoka að undanförnu, en margnota taupokar geta auðveldlega komið í stað plastpoka.
Lesa meira

Setning Ljósanætur 2019

Setning Ljósanætur 2019 Setning Ljósanætur fer fram miðvikudaginn 4. september kl. 16:30 -17:30 í Skrúðgarðinum við Suðurgötu. Njarðvíkurskóli á tvo fulltrúa úr 6. bekk í Ljósanætur - kórnum. Við hvetjum foreldra að mæta með börnin sín á setninguna. Setning Ljósanætur Börnin eru í aðalhlutverki við setningarathöfn Ljósanætur sem fram fer í skemmtilegri athöfn í skrúðgarðinum við Suðurgötu. Foreldrar eru hvattir til að fylgja börnum sínum á þennan flotta viðburð. Í tilefni af 20 ára afmæli Ljósanætur verður haldið pylsupartý þar sem öllum er boðið upp á pylsur beint af grillinu. Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar spilar frá kl. 16:15 undir stjórn Hörpu Jóhannsdóttur. Dagskrá: - Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi býður gesti velkomna. - Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar ávarpar gesti og að því loknu draga þau Filoretta Osmani og Maciek Baginski Ljósanæturfánann að húni og þar með er hátíðin sett. - Samkór nemenda úr grunnskólum Reykjanesbæjar syngur lögin, Ljósanótt og Meistari Jakob við undirleik Skúla Freys Brynjólfssonar. - Það er svo söngkonan geðþekka Salka Sól sem tekur við og skemmtir gestum.
Lesa meira

Njarðvíkurskóli er hnetulaus skóli

Frá og með þessu skólaári er Njarðvíkurskóli hnetulaus skóli og má því enginn koma með nesti sem inniheldur hnetur. Dæmi um slíkt er: hnetujógúrt, abt mjólk með hnetumúsli, brauð með hnetusmjöri, hnetur í poka, alls kyns orkustykki, sumar brauðtegundir, morgunkorn og fleira. Brýnt er að tekið sé tillit til þeirra sem hafa bráðaofnæmi fyrir hnetum því það getur valdið mjög slæmum og hættulegum ofnæmisviðbrögðum. Við biðjum ykkur því að gæta þess að börnin komi með hnetufrítt nesti í skólann. Það sama gildir um t.d. bakkelsi á árshátíðum eða á bekkjarskemmtunum.
Lesa meira

Skólasetning

Skólasetning fyrir skólaárið 2019-2020 verður á sal skólans fimmtudaginn 22. ágúst á eftirfarandi tímasetningum: - nemendur í 2.-4. bekk kl. 9:00 - nemendur í 5.-7. bekk kl. 10:00 - nemendur í 8.-10. bekk kl. 11:00 - nemendur í 1. bekk kl. 12:30 Í framhaldi að skólasetningu á sal fara nemendur og foreldrar/forráðamenn í heimastofur þar sem umsjónarkennarar verða með stutta skólakynningu. Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn fylgi sínum börnum á skólasetninguna.
Lesa meira

Sjálfsmatsskýrsla Njarðvíkurskóla og umbótaþættir

Árlega er unnin sjálfsmatsskýrsla úr skólastarfinu sem er byggð á bæði innri og ytri matstækjum. Sjálfsmatsskýrsla Njarðvíkurskóla er hér með birt á heimasíðu skólans sem og umbótaþættir sem unnið verður eftir á næsta skólaári til að gera gott skólastarf enn betra.
Lesa meira

Gleðilegt sumar!

Skrifstofa Njarðvíkurskóla verður lokuð frá og með 18. júní. Við opnum skrifstofuna aftur 7. ágúst. Skólasetning verður fimmtudaginn 22. ágúst 2019. Starfsmenn Njarðvíkurskóla óska nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars.
Lesa meira