30.11.2018
Gleðifréttir fyrir Njarðvíkurskóla!
Umhverfisteymi skólans hefur kosið um nýtt umhverfismerki.
Sigurvegarinn er Sóley Sara Rafnsdóttir í 10. HH.
Njarðvíkurskóli óskar henni innilega til hamingju!
Lesa meira
21.11.2018
Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í Njarðvíkurskóla 16. nóvember með gleðistund á sal. Að venju var hátíðin fjölbreytt og afar skemmtileg. Nemendur sungu, lásu upp ljóð, lásu smásögur, sýndu frumsamið leikrit, sýndu stuttmyndir og margt fleira. Þá voru góðir gestir sem stigu á stokk en elstu nemendur á leikskólanum Gimli sungu fyrir nemendur í 1.-6. bekk.
Lesa meira
20.11.2018
Jólaföndur foreldrafélags Njarðvíkurskóla verður fimmtudaginn 29. nóvember kl. 17.30 – 19.30
á sal Njarðvíkurskóla.
The parent council at Njarðvíkurskóli is having a christmas crafts day. The chrismas craft is on Thursday, November 29td, from 17.30 – 19.30.
Rada Rodziców Njarðvíkurskóli organizuje warsztaty z okazji Świąt Bożego Narodzenia. Spotkanie świąteczne zostanie zorganizowane w czwartek, 29 listopada, w godzinach 17.30 – 19.30
Lesa meira
31.10.2018
Foreldradagur Heimilis og skóla 2018, í samstarfi við Menntamálastofnun, fer fram á Grand Hótel 2. nóvember 2018 kl. 13:00-16:00.
Læsisuppeldi er umhyggja fyrir barninu en markmiðið málþingsins er að vekja foreldra til vitundar um mikilvægi læsisuppeldis.
Aðgangur er ókeypis en mikilvægt er að skrá sig til þátttöku hér.
Streymt verður frá viðburðinum á Facebook-síðum Heimilis og skóla og Menntamálastofnunar.
Lesa meira
08.10.2018
Á Alþjóðadegi kennara 5. október komu tveir fyrrum nemendur Njarðvíkurskóla í heimsókn. Ragnar Þór Pétursson formaður Kennarasambands Íslands kom færandi hendi í tilefni dagsins og gaf starfsmönnum skólans köku. Sigríður Ingadóttir frá Miðstöð skólaþróunar á Akureyri var með frábært bekkjarfundanámskeið, hagnýtt námskeið fyrir kennara og annað starfsfólk skólans.
Lesa meira
03.09.2018
Að hausti bjóðum við foreldrum/forráðamönnum á skólakynningar þar sem farið er yfir helstu áhersluatriði skólaársins hjá hverjum árgangi, s.s. námsefni og námsmat, ferðir og viðburði sem og annað skipulag. Nemendur sitja með foreldrum/forráðamönnum á skólakynningum í 4.-10. bekk en nemendur í 1.-3. bekk eru í öðrum verkefnum á meðan kynningu stendur á bókasafni skólans.
Eftirfarandi tímasetningar eru á skólakynningunum haustið 2018:
- Skólakynning fyrir 1. bekk er þriðjudaginn 11. september í heimastofum kl. 8:15.
- Skólakynningar fyrir 2. bekk verða fimmtudaginn 13. september á sal skólans kl. 8:15.
- Skólakynningar fyrir 3. bekk verða mánudaginn 10. september í heimastofum nemenda kl. 8:15.
- Skólakynningar fyrir 4. bekk verða fimmtudaginn 13. september í heimastofum kl. 8:15.
- Skólakynningar fyrir 5. bekk verða miðvikudaginn 12. september í heimastofum kl. 8:15.
- Skólakynningar fyrir 6. bekk verða miðvikudaginn 12. september í heimastofum kl. 8:15.
- Skólakynningar fyrir 7. bekk verða miðvikudaginn 12. september í heimastofum kl. 8:15.
- Skólakynningar fyrir 8. bekk verða þriðjudaginn 11. september kl. 8:15 á sal skólans.
- Skólakynningar fyrir 9. bekk verða föstudaginn 14. september kl. 8:15 á sal skólans.
- Skólakynningar fyrir 10. bekk verða mánudaginn 10. september kl. 8:15 á sal skólans.
Mjög mikilvægt er að hver nemandi eigi fulltrúa frá foreldrum/forráðamönnum á skólakynningunum.
Bestu kveðjur, stjórnendur Njarðvíkurskóla
Lesa meira
03.09.2018
Njarðvíkurskóli hefur ákveðið að taka þátt í Göngum í skólann, verkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Landlæknisembættisins, Mennta- og Menningarmálaráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Umferðarstofu, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Heimilis og skóla. Verkefnið verður sett miðvikudaginn 5. september og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 10. október. Þetta er í tólfta sinn sem verkefnið er haldið hér á landi og hefur þátttaka aukist jafnt og þétt. Markmið verkefnisins er að hvetja nemendur til þess að ganga eða hjóla til og frá skóla með því að auka færni nemenda til að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þá um ávinning reglulegrar hreyfingar. Ávinningurinn er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þett einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða. Á síðasta ári tóku milljónir barna frá 40 löndum víðs vegar um heiminn þátt í Göngum í skólann með einum eða öðrum hætti. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vef þess www.gongumiskolann.is
Þetta er í sjöunda sinn sem Njarðvíkurskóli tekur þátt í verkefninu Göngum í skólann í okkar skóla.
Skólinn hefur nú þegar verið skráður til leiks og við hvetjum alla til þess að taka þátt. Hugmyndin er að vera með ýmsar uppákomur þann mánuð sem Göngum í skólann stendur yfir, einnig hvetjum við ykkur kæru foreldrar/forráðamenn til þess að nýta ykkur verkefnið og þá umræðu sem skapast þennan mánuðinn til þess að ræða þessi mál við börnin ykkar og fara öruggustu leið í skólann með yngstu börnunum. Vonandi gengur þetta vel hjá okkur. Verum endilega opin fyrir þessu og jákvæð og nýtum haustið til að vekja athygli á hreyfingu og öryggi barnanna okkar á leiðinni í skólann.
Lesa meira
03.09.2018
Skólaþjónusta RNB býður uppá ýmis fræðslu- og meðferðarnámskeið sem miða að því að styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu og aðstoða börnin við að takast á við tiltekinn vanda. Ólík námskeið eru í boði og eru þau sérsniðin að ólíkum aldri og þörfum barnanna. Námskeiðin byggja á vel rannsökuðum aðferðum og allir leiðbeinendur hafa viðurkennda og löggilda fagmenntun.
Fræðslusvið stendur fyrir fjórum mismunandi foreldrafærninámskeiðum skólaárið 2018/2019. Með því að smella á linkinn er hægt að sjá nánari upplýsingar og hvenær þau verða haldin.
https://www.reykjanesbaer.is/…/serfr…/foreldrafaerninamskeid
Lesa meira
07.08.2018
Skólasetning fyrir skólaárið 2018-2019 verður á sal skólans miðvikudaginn 22. ágúst á eftirfarandi tímasetningum:
- nemendur í 2.-4. bekk kl. 9:00
- nemendur í 5.-7. bekk kl. 10:00
- nemendur í 8.-10. bekk kl. 11:00
- nemendur í 1. bekk kl. 12:30
Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn fylgi sínum börnum á skólasetninguna.
Lesa meira