Fréttir

Sumarfrí

Skrifstofa Njarðvíkurskóla verður lokuð frá og með 18. júní. Við opnum skrifstofuna aftur þriðjudaginn 7. ágúst. Skólasetning verður miðvikudaginn 22. ágúst 2018. Starfsmenn Njarðvíkurskóla óska nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars.
Lesa meira

Skólaslit

Skólaslit Njarðvíkurskóla verða við hátíðlega athöfn þriðjudaginn 5. júní á sal skólans. Tímasetningar eru eftirfarandi: 1.-3. bekkur kl. 9:00. 4.-6. bekkur kl. 10:00. 7.-9. bekkur kl. 11:00. 10. bekkur kl. 12:30. Nemendum, foreldrum og forráðamönnum er boðið upp á kaffiveitingar að lokinni útskrift nemenda í 10. bekk. Mælst er til þess að foreldrar/forráðamenn komi með sínum börnum á skólaslitin
Lesa meira

Setning Barnahátíðar

Nemendur okkar í 4. bekk tóku þátt í setningu Barnahátíðar í dag sem fór fram í Duus húsum. Kjartan Már bæjarstjóri opnaði hátíðina og Aron Hannes tók nokkur lög. Eftir það skoðuðu nemendur listasýningu leik- og grunnskólanna en sýningin er opin öllum næstu vikur. Nemendur voru til fyrirmyndar í ferðinni.
Lesa meira

Mikið fjör á íþróttadegi í Njarðvíkurskóla

Mikið fjör var í Njarðvíkurskóla á íþróttadegi skólans sem haldinn var 20. apríl. Á deginum skemmtu nemendur og starfsmenn sér konunglega í ýmsum þrautum.
Lesa meira

Stærðfræðikeppni grunnskólanema

Stærðfræðikeppni grunnskólanema fór fram í Fjölbrautaskóla Suðurnesja 12. mars. 148 þátttakendur voru úr öllum grunnskólum á Suðurnesjum. Í 8. bekk voru 83 þátttakendur. Róbert Sean Birmingham nemandi í 8.TG endaði í 7.-10. sæti. Í 10. bekk voru 32 þátttakendur. Helgi Snær Elíasson nemandi í 10.HH endaði í 4.-5 sæti og Valbjörg Pálsdóttir nemandi í 10.HH í 6.-11. sæti.
Lesa meira

Ný heimasíða hjá Njarðvíkurskóla

Njarðvíkurskóli hefur virkjað nýja heimasíðu fyrir skólann, sem unnin er í vefumsjónarkerfinu Moya frá Stefnu ehf.
Lesa meira