03.04.2018
Skóladagatal fyrir næsta skólaár, 2018-2019 er tilbúið og samþykkt bæði af starfsmönnum, skólaráði Njarðvíkurskóla og Fræðsluráði Reykjanesbæjar.
Lesa meira
23.03.2018
Páskafrí hefst frá og með mánudeginum 26. mars nk. Fyrsti skóladagur eftir páskafrí er þriðjudagurinn 3. apríl og hefst þá kennsla skv. stundaskrá.
Við vonum að allir hafi það gott í fríinu og mæti að því loknu fullir orku til að takast á við síðasta hluta skólaársins.
Lesa meira
22.03.2018
Árshátíð Njarðvíkurskóla var í dag, fimmtudaginn 22. mars. Mikið var um flott atriði sem Elva Rún Davíðsdóttir og Mikael Máni Möller, kynntu til leiks. Nemendur sýndu dansa, leikþætti og söng. Hátíðin var opnuð með flottu opnunaratriði, undir stjórn Margrétar Richardsdóttur, sem nemendur í 4.-10. bekk tóku þátt í og gaf það atriði tóninn fyrir þá skemmtun sem í boði var í dag. Alls voru tólf atriði sýnd í dag sem öll vöktu mikla lukku hjá troðfullu íþróttahúsinu af nemendum og foreldrum.
Lesa meira
22.03.2018
Elva Rún Davíðsdóttir og Mikael Máni Möller voru kynnar á árshátíð Njarðvíkurskóla í dag.
Lesa meira
21.02.2018
Þemadagar verða í Njarðvíkurskóla 21.-23. febrúar undir yfirskriftinni Vellíðan og gleði. Hefðbundin kennsla er brotin upp og fara nemendur á mismunandi stöðvar þar sem þau vinna fjölbreytt verkefni og blandast hóparnir. Allir nemendur eru í skólanum frá 8:15-13:20 þessa þrjá daga og falla valtímar á unglingastigi sem kenndir eru í skólanum niður þessa daga. Hefðbundir íþrótta- og sundtímar falla einnig niður.
Lesa meira
09.02.2018
Öskudagurinn, sem er miðvikudaginn 14. febrúar, er skertur nemendadagur í skólanum. Nemendur mæta kl. 8:15 í skólann og skóladegi lýkur kl. 10:35. Nemendur mega mæta í búningum og boðið verður uppá skemmtilega stöðvavinnu og sprell sem og draugahús sem nemendur í 10. bekk sjá um. Nemendur þurfa að koma með nesti en ekki önnur skólagögn.
Frístund er opin frá 10:35 til kl. 16:00 fyrir þá nemendur sem eru skráðir þar.
Lesa meira
09.01.2018
Þriðjudaginn 16. janúar er starfsdagur í Njarðvíkurskóla. Allir nemendur eiga frí þennan dag. Frístundaskóli yngri nemenda er lokaður þennan dag og frístund í Ösp er opin frá 12:30-16:00 fyrir þá nemendur sem eru skráðir þar.
Lesa meira
05.01.2018
Nú þegr gjaldtaka í strætó er hafin hefur verið tekin ákvörðun um að nemendur í grunnskólum Reykjanesbæjar sem þurfa að sækja skóla utan skólahverfis eigi rétt á strætókorti (sbr. nemendur sem búa í Höfnum). Þetta á ekki við ef barn sækir skóla utan hverfis að eigin ósk. Jafnframt að nemendur í 1.-10. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar sem búa í meira en 1.5 km. fjarlægð frá hverfisskóla sínum fái strætókort án endurgjalds (sjá mynd).
Lesa meira