12.03.2019
FFGÍR (regnhlífarsamtök foreldrafélaga grunnskólanna í Reykjanesbæ) bjóða foreldrum í Reykjanesbæ upp á erindið “Fögnum fjölbreytileika” þann 18.mars frá 17:30 – 19:00 í Akademíunni.
Aðalheiður Sigurðardóttir er fyrirlesari sem talar um eitt af því mikilvægasta í lífinu – að vera samþykktur eins og maður er. Aðalheiður hefur á síðastliðnum 5 árum haldið fyrirlestra í skólum, leikskólum, fyrir foreldrahópa og í samráði við Einhverfu-og ADHD samtökin, bæði á Íslandi og í Noregi.
Í fyrirlestrinum segir hún frá sínu dásamlega ferðalagi sem einhverfumamma; frá vanmættis til viðurkenningar og hvernig frábært samstarf við skólann okkar varð til þess að dóttir hennar eignaðist nýtt lif.
Fyrirlesturinn passar fyrir alla og er ætlað að veita innblástur, kenna okkur að hugsa út fyrir ramman, auka umburðalyndi og sjá alla kostina sem fjölbreytileikinn hefur í för með sér.
Ógleymanleg upplifun – hlátur, tár og mikill kærleikur í hjartað
Lesa meira
11.03.2019
Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í Njarðvíkurskóla 6. mars 2019.
Yngra stigið (1.-5. bekkur) fór í þrautir í íþróttahúsinu og eldra stigið (6.-10. bekkur) tók þátt í ýmsum þrautum í stofunum á 3. hæð skólans.
Nemendur í 10. bekk settu upp draugahús sem allir nemendur gátu farið í gegnum.
Lesa meira
08.03.2019
Í gær voru veittar viðurkenningar fyrir tíu efstu sætin í stærðfræðikeppni grunnskólanema sem haldin er árlega í Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir nemendur í 8. - 10. bekk.
Alexander Logi Chernyshov Jónsson fékk viðurkenningu fyrir 2. sæti og Ingólfur Ísak Kristinsson fyrir að vera í 6. - 10. sæti. Báðir eru þeir í 9. bekk.
Njarðvíkurskóli óskar þeim til hamingju með frábæran árangur.
Lesa meira
04.03.2019
Öskudagurinn 6. mars er skertur nemendadagur og eru nemendur í skólanum frá kl. 8:15-10:35. Frístundaskólinn er opinn frá 10:35 fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir.
Við hvetjum nemendur til að mæta í búningum þennan dag en öskudagskemmtun verður í skólanum frá kl. 8:15 þar sem ýmislegt skemmtilegt verður í boði fyrir nemendur. Nemendur í 1.-5. bekk verða að mestu í íþróttahúsinu en eldri nemendur inni í skólanum. 10. bekkurinn setur upp draugahús á 2. og 3. hæð skólans sem nýtur alltaf mikilla vinsælda og stendur öllum nemendum til boða að heimsækja það.
Bestu kveðjur,
stjórnendur Njarðvíkurskóla.
Lesa meira
28.02.2019
Á morgun föstudaginn 1. mars verður opið hús fyrir forráðamenn og aðra gesti til að skoða afrakstur vinnu nemenda á þemadögum. Njarðvíkurskóli verður opinn fyrir gesti frá kl. 12:00-13:20.
Við vonumst til að sem flestir mæti.
Sjáumst á morgun!
Lesa meira
27.02.2019
Dagana 27., 28. og 1. mars eru þemadagar í Njarðvíkurskóla með yfirskriftina ,,100 ára fullveldi Íslands".
Þemadagar eru uppbrotsdagar þar sem hefðbundin stundaskrá er látin víkja og nemendur vinna verkefni í tengslum við þemað. Skóladagur hefst hjá öllum nemendum kl. 8:15 í heimastofu og lýkur kl. 13:20. Sérgreinar og val fellur niður þessa daga, þar með talið íþróttir og sund.
Föstudaginn 1. mars verður opið hús fyrir foreldra og aðra gesti til að skoða afrakstur vinnu nemenda frá kl. 12:00-13:20. Vonumst við til að sjá ykkur sem flest.
Lesa meira
11.02.2019
Föstudaginn 15. febrúar er starfsdagur í Njarðvíkurskóla. Nemendur eiga frí þann dag. Frístundaskóli yngri deildar sem og frístundaskólinn í Ösp eru lokaðir þennan starfsdag.
Dear parents. Friday 15td February is a working day at school. Students have a vacation that day and the after school program is closed.
Drodzy rodzice. Piątek 15 luty to dzień roboczy w szkole. Studenci mają wakacje w tym dniu i program po szkole jest zamknięty.
Lesa meira
06.02.2019
Dagur stærðfræðinnar var haldinn hátíðlegur í Njarðvíkurskóla föstudaginn 1. febrúar
Markmið með degi stærðfræðinnar er tvíþætt. Að vekja nemendur og sem flesta aðra til umhugsunar um stærðfræði og hlutverk hennar í samfélaginu, einnig að fá nemendur til að koma auga á möguleika stærðfræðinnar og sjái hana í víðara samhengi.
Á degi stærðfræðinnar voru allir kennarar í Njarðvíkurskóla hvattir til að vinna að stærðfræðilegum viðfangsefnum og horfa til þess að stærðfræði má sjá í flestum viðfangsefnum ef sett eru upp stærðfræðigleraugun. Þemað í ár hjá Fleti, samtökum stærðfræðikennara var rúmfræði og stærðfræði.
Í tilefni af deginum var stærðfræðigetraun meðal nemenda, þar sem nemendur í giskuðu á fjölda Lego-kubba í plastkassa. Fjöldi kubba var 170.
Vinningshafar fengu bíómiða í Sambíóum Keflavík á sýningu að eigin vali.
Sigurvegarar í ár eru: Hulda Elisabeth Danielsdóttir 4.AK, Nadía Líf Pálsdóttir 7.AÁ, Rannveig Guðmundsdóttir 8.ÞRH og Gunnar Björn Björnsson 9.TG.
Njarðvíkurskóli óskar sigurvegurum til hamingju og þakkar um leið Sambíóinu í Keflavík fyrir vinningana.
Lesa meira
29.01.2019
Njarðvíkurskóli fékk styrk frá Forvarnarsjóði Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar fyrir fyrirlestrum frá Hildi Hólmfríði Pálsdóttur.
Hildur byggir fyrirlestrana sína á sögu dóttur sinnar sem lést vegna neyslu lyfja fyrir nokkrum árum
síðan. Hún segir sögu hennar og er svo með umræður á eftir þar sem nemendur/forráðamenn geta spurt að hverju sem er.
Með fyrirlestrinum segir hún sögu dóttur sinnar sem sökk mjög fljótt í djúpt fen fíkniefnaneyslu. Hún var farin að sprauta sig um fimmtán ára aldur og hafði farið nokkrum sinnum í meðferð þegar hún lést. Í sínum fyrirlestrum er Hildur opinská og dregur ekkert undan þegar hún lýsir því hvernig það getur endað þegar byrjað er að fikta með eiturlyf og hversu fljótt það getur gerst.
Hildur mun halda fjóra fyrirlestra sem allir verða miðvikudaginn 30. janúar.
- 10. bekkur kl. 08:30
- 9. bekkur kl. 10:00
- 8. bekkur kl. 11:00
- Fyrir forráðamenn kl. 17:30 á sal Njarðvíkurskóla – opið fyrir alla forráðamenn og starfsmenn í Njarðvíkurskóla.
Allir forráðamenn í Njarðvíkurskóla eru hvattir til að mæta kl. 17:30 á sal skólans 30. janúar.
Lesa meira
23.01.2019
Samtalsdagur 24. janúar 2019 í Njarðvíkurskóla
Við minnum á að á morgun, fimmtudaginn 24. janúar, er samskiptadagur í Njarðvíkurskóla. Forráðamenn eiga að vera búnir að bóka viðtal hjá umsjónarkennara í gegnum Mentor en einnig eru aðrir fag-, list- og verkgreinakennarar til viðtals í sínum stofum og hægt að bóka viðtal hjá þeim líka.
Frístundaskólinn er opinn fyrir þá nemendur sem eru skráðir þar frá 8:15-16:00.
Forráðamenn nemenda í 3., 6. og 9. bekk eru beðnir um að svara stuttri viðhorfskönnun á sal eftir viðtalið en niðurstöður þess eru mikilvægur þáttur í sjálfsmati skólans.
Minnum líka á vöfflusölu nemenda í 10. bekk sem eru að safna fyrir vorferðinni sinni.
Bestu kveðjur,
Skólastjórn Njarðvíkurskóla
Lesa meira