29.08.2019
Ljósanótt verður haldin í 20. sinn dagana 4. til 8. september. Ljósanótt í Reykjanesbæ var fyrst haldin árið 2000 og var þá einn dagur en nú nær hátíðin yfir tæpa viku. Virðing fyrir umhverfinu eykst sem betur fer með hverju árinu og nú er svo komið að stefnt er að því að halda „Plastlausa Ljósanótt“ árið 2019.
Hátíðin í ár er sérstaklega kynnt sem „Plastlaus Ljósanótt“ og er það liður í umhverfisátaki Reykjanesbæjar. Settar verða upp flokkunar ruslatunnur á hátíðarsvæðinu og íbúar keppast nú við að sauma margnota poka í pokastöð Bókasafnsins „Saumað fyrir umhverfið“ til að nota í verslunum í bæjarfélaginu. Vonast er til að sem flestir taki tillit til þessa átaks.
Njarðvíkurskóli tekur þátt í átakinu sem miðar að því að vekja nemendur til umhugsunar um ofnotkun plasts og skaðsemi plasts fyrir umhverfið. Nemendur í Njarðvíkurskóla hafa saumað fjölda margnota taupoka að undanförnu, en margnota taupokar geta auðveldlega komið í stað plastpoka.
Lesa meira
28.08.2019
Setning Ljósanætur 2019
Setning Ljósanætur fer fram miðvikudaginn 4. september kl. 16:30 -17:30 í Skrúðgarðinum við Suðurgötu.
Njarðvíkurskóli á tvo fulltrúa úr 6. bekk í Ljósanætur - kórnum.
Við hvetjum foreldra að mæta með börnin sín á setninguna.
Setning Ljósanætur
Börnin eru í aðalhlutverki við setningarathöfn Ljósanætur sem fram fer í skemmtilegri athöfn í skrúðgarðinum við Suðurgötu. Foreldrar eru hvattir til að fylgja börnum sínum á þennan flotta viðburð. Í tilefni af 20 ára afmæli Ljósanætur verður haldið pylsupartý þar sem öllum er boðið upp á pylsur beint af grillinu.
Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar spilar frá kl. 16:15 undir stjórn Hörpu Jóhannsdóttur.
Dagskrá:
- Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi býður gesti velkomna.
- Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar ávarpar gesti og að því loknu draga þau Filoretta Osmani og Maciek Baginski Ljósanæturfánann að húni og þar með er hátíðin sett.
- Samkór nemenda úr grunnskólum Reykjanesbæjar syngur lögin, Ljósanótt og Meistari Jakob við undirleik Skúla Freys Brynjólfssonar.
- Það er svo söngkonan geðþekka Salka Sól sem tekur við og skemmtir gestum.
Lesa meira
21.08.2019
Frá og með þessu skólaári er Njarðvíkurskóli hnetulaus skóli og má því enginn koma með nesti sem inniheldur hnetur. Dæmi um slíkt er: hnetujógúrt, abt mjólk með hnetumúsli, brauð með hnetusmjöri, hnetur í poka, alls kyns orkustykki, sumar brauðtegundir, morgunkorn og fleira.
Brýnt er að tekið sé tillit til þeirra sem hafa bráðaofnæmi fyrir hnetum því það getur valdið mjög slæmum og hættulegum ofnæmisviðbrögðum. Við biðjum ykkur því að gæta þess að börnin komi með hnetufrítt nesti í skólann. Það sama gildir um t.d. bakkelsi á árshátíðum eða á bekkjarskemmtunum.
Lesa meira
07.08.2019
Skólasetning fyrir skólaárið 2019-2020 verður á sal skólans fimmtudaginn 22. ágúst á eftirfarandi tímasetningum:
- nemendur í 2.-4. bekk kl. 9:00
- nemendur í 5.-7. bekk kl. 10:00
- nemendur í 8.-10. bekk kl. 11:00
- nemendur í 1. bekk kl. 12:30
Í framhaldi að skólasetningu á sal fara nemendur og foreldrar/forráðamenn í heimastofur þar sem umsjónarkennarar verða með stutta skólakynningu.
Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn fylgi sínum börnum á skólasetninguna.
Lesa meira
25.06.2019
Árlega er unnin sjálfsmatsskýrsla úr skólastarfinu sem er byggð á bæði innri og ytri matstækjum. Sjálfsmatsskýrsla Njarðvíkurskóla er hér með birt á heimasíðu skólans sem og umbótaþættir sem unnið verður eftir á næsta skólaári til að gera gott skólastarf enn betra.
Lesa meira
14.06.2019
Skrifstofa Njarðvíkurskóla verður lokuð frá og með 18. júní. Við opnum skrifstofuna aftur 7. ágúst. Skólasetning verður fimmtudaginn 22. ágúst 2019.
Starfsmenn Njarðvíkurskóla óska nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars.
Lesa meira
14.06.2019
Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar voru afhend 6. júní í Duus. Rúmlega 20 tilnefningar bárust og af þeim voru þrjú verkefni valin. Þar á meðal var Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir tilnefnd fyrir kennsluhætti í náttúrufræðikennslu í Njarðvíkurskóla. Auk hennar voru Goðheimar í Háaleitisskóla og yoga kennsla í Heiðarskóla tilnefnd en það var yogakennsla Heiðarskóla sem fékk verðlaunin.
Við óskum Ragnheiði Ölmu til hamingju með tilnefninguna.
Lesa meira
13.06.2019
Skólaslit Njarðvíkurskóla fóru fram við hátíðlega athöfn á sal skólans 4. júní. Fjölmargar viðurkenningar voru veittar til einstaka nemenda og nemendahópa.
Lesa meira
31.05.2019
Nemendur í 5. HF og 5. ÁB sem voru í textílmennt 24. febrúar 2016 bjuggu til flöskuskeyti. Síðan var sjómaðurinn Þórólfur Júlían Dagsson fenginn til að sleppa fjórum flöskum í sjóinn út frá Garðskaga af línubátnum Ólafi Gíslasyni nokkrum dögum síðar. Hugmyndin kom upp eftir að Ævar vísindamaður setti út tvö flöskuskeyti þann 10. janúar sama ár.
Á miðvikudaginn barst Njarðvíkurskóla bréf frá nemendum í 2. bekk í Grunnskóla Snæfellsbæjar á Hellisandi þar sem kom fram að nemandi í bekknum hafi fundið flöskuskeytið á göngu með afa sínum um tvo kílómetra norðan Hólahóla á Snæfellsnesi um mánaðarmótin apríl/maí. Okkar nemendur voru ánægðir og jafnframt hissa að flöskuskeytið þeirra hafi fundist og þökkum nemendum í Snæfellsbæ fyrir að hafa látið okkur vita.
Lesa meira
28.05.2019
Skólaslit eru þriðjudaginn 4. júní á eftirfarandi tímum:
* 1.-3. bekkur kl. 9:00
* 4.-6. bekkur kl. 10:00
* 7.-9. bekkur kl. 11:00
* 10. bekkur kl. 12:30
Nemendur eru hvattir til að mæta prúðbúnir á skólaslitin og foreldrar/forráðamenn með sínum börnum.
Mikið er af óskilamunum eftir skólaárið og er búið að raða því öllu upp á ganginum á 2. hæð. Við hvetjum ykkur til að fara yfir óskilamuni og athuga hvort það sé ekki eitthvað sem tilheyrir ykkar barni.
Lesa meira