Fréttir

Skertur dagur og starfsdagar framundan

Ágætu foreldrar/forráðamenn Við viljum minna á að fimmtudaginn 24. október er skertur kennsludagur á skóladagatali. Nemendur eru í kennslu samkvæmt stundaskrá fyrstu tvær kennslustundirnar eða til kl. 9:35 og fara heim að því loknu. Fyrir þá nemendur sem eru skráðir í frístundaheimilin þá hefst frístundastarfið þann dag kl. 9:35 og eru bæði frístundaheimilin í Njarðvíkurskóla sem og í Ösp opin til kl. 16:15. Föstudaginn 25., mánudaginn 28. og þriðjudaginn 29. október eru starfsdagar í Njarðvíkurskóla þar sem starfsmenn eru í námsferð erlendis. Engin kennsla er þessa starfsdaga auk þess sem bæði frístundaheimilin eru lokuð. Bestu kveðjur, Skólastjórn
Lesa meira

Ævar vísindamaður las upp úr nýrri bók

Rithöfundurinn Ævar Þór Benediktsson (Ævar vísindamaður) kom í heimsókn í morgun og las upp úr nýju bókinn sinni, Þinn eigin tölvuleikur, fyrir 3.-7. bekk. Nemendur voru mjög áhugasamir, hlustuðu spenntir á upplesturinn og spurðu skemmtilegra spurninga.
Lesa meira

Nemendur frá Gimli mættu í íþróttatíma

Gott samstarf er á milli leikskólans Gimli og Njarðvíkurskóla. Samstarfið er byggt upp á áhuga og samstarfsvilja milli kennara beggja stofnana og jákvæðni foreldra. Markvissir fundir og heimsóknir byggja upp traust og vináttu á milli skólastiga, nemendum og kennurum til góðs. Tilgangurinn með samstarfinu er að auðvelda barni þá breytingu sem verður á lífi þess þegar það fer úr leikskóla í grunnskóla. Mikilvægt er að flutningur yfir í grunnskóla sé vel undirbúinn. Nám barna þarf að vera samfellt. Sú þekking og færni sem börnin öðlast í leikskóla verður sá grunnur sem grunnskólanám byggir á. Gagnkvæmar heimsóknir nemenda eru skiplagðar fyrir allt skólaárið. Í morgun mættu drengir í skólahóp í íþróttatíma í Njarðvíkurskóla með 1.MLM.
Lesa meira

Bleikur dagur í Njarðvíkurskóla

Föstudagurinn 11. október verður bleikur dagur í Njarðvíkurskóla sem og á mörgum öðrum vinnustöðum en októbermánuður er helgaður baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Til að sýna baráttunni stuðning eru starfsfólk og nemendur hvattir til að mæta í skólann í einhverju bleiku þennan dag.
Lesa meira

Varðandi öryggi nemenda og aðgengi að þeim innan skólans

Vegna tilmæla frá Heimli og skóla varðandi öryggi nemenda og aðgengi að þeim innan skólans þá höfum við í Njarðvíkurskóla ákveðið eftirfarandi: Framvegis ef foreldrar/forráðamenn þurfa að ná til nemenda eða koma gögnum til þeirra á skólatíma meðan á kennslu stendur þá eiga foreldrar alltaf að gefa sig fram við skrifstofu skólans sem hefur samband við kennara viðkomandi nemanda. Þetta á ekki við um upphaf og lok skóladags þegar verið er að fylgja nemendum í skólann eða sækja.
Lesa meira

Nemendur hlupu 2151 km.

Ólympíuhlaup ÍSÍ fór fram í Njarðvíkurskóla þriðjudaginn 1. október. Markmiðið með hlaupinu er að hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu. Jafnframt að kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Nemendur í Njarðvíkurskóla hlupu samtals 2151 km.
Lesa meira

Landinn frá RÚV heimsótti Njarðvíkurskóla

Í morgun heimsótti Edda Sif Pálsdóttir frá Landanum á RÚV íþróttatíma í Njarðvíkurskóla. Sólarhringsútsending Landans stendur nú yfir en Edda Sif Pálsdóttir er ein af fimm umsjónarmönnum sem eru á mikilli þeysireið um allt landið. Útsendingin er í tilefni af 300. þætti Landans á RÚV.
Lesa meira

Námskeið fyrir foreldra/forráðamenn

Skólaþjónusta Reykjanesbæjar býður uppá ýmis fræðslu- og meðferðarnámskeið sem miða að því að styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu og aðstoða börnin við að takast á við tiltekinn vanda. Ólík námskeið eru í boði og eru þau sérsniðin að ólíkum aldri og þörfum barnanna. Námskeiðin byggja á vel rannsökuðum aðferðum og allir leiðbeinendur hafa viðurkennda og löggilda fagmenntun. Hægt er að sjá hvaða námkeið eru í boði á heimasíðu Reykjanesbæjar. Sérstök athygli er vakin á námskeiðinu "Uppeldi barna með ADHD
Lesa meira

Forvarnarstarf Snigla, Sjóvár og Samgöngustofu

Bifhjólasamtök Lýðveldisins Sniglar heimsóttu nemendur í 7.-10. bekk í Njarðvíkurskóla í gær og voru með forvarnarfræðslu er varðar léttbifhjól í 1 flokki (vespur) um notkun þeirra, öryggi, umferðareglur, hættur og fleira. Fræðslan var í samstarfi við Sjóvá og Samgöngustofu. Guðrún Ámundadóttir og Vilberg Kjartansson mættu fyrir hönd samtakana. Í fræðslunni var lögð mikil áhersla á að nota viðurkennda bifhjólahjálma og þar til gerðan búnað, fara eftir umferðareglunum, hvernig haga sér á göngustígum í kringum gangandi vegfarendur og reiðhjólafólk og gæta fylgsta öryggis. Eins var lögð áhersla á vera sjálfum sér og öðrum til fyrirmyndar í umferðinni.
Lesa meira

Sérdeildin Ösp stækkuð um 282 m²

Föstudaginn 30. ágúst var opnunarhátíð í húsnæði sérdeildarinnar Ösp við Njarðvíkurskóla í tilefni af afhendingu viðbyggingar við sérdeildina. Kjartan Már bæjarstjóri, fulltrúar frá bæjarstjórn, fræðsluskrifstofu og umhverfissviði voru viðstaddir. Auk þess sem velgjörðarmenn, byggingaverktakar og starfsfólk skólans voru á staðnum. Í maí var hafist handa við nýja viðbyggingu við sérdeildina Ösp við Njarðvíkurskóla. Viðbyggingin er um 282 m² sem mun breyta miklu í starfsemi deildarinnar. Einnig voru gerðar endurbætur að innan á núverandi byggingu sem er 336 m² að stærð – húsnæðið er því í heild 618 m². Jóhann Friðriksson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, hélt stutta tölu og framhaldi talaði Ásgerður Þorgeirsdóttir skólastjóri Njarðvíkurskóla til gesta. Í ræðu Ásgerðar sagði hún að gaman væri að fá að taka við þessari glæsilegu viðbyggingu sem ætti eftir að nýtast vel í því frábæra starfi sem unnið er í sérdeildinni. Sérdeildin Ösp var stofnuð árið 2002 þegar skólaúrræði vantaði fyrir nemendur sem gátu ekki nýtt sér almenna bekkjarkennslu. Deildin er hugsuð fyrir nemendur í 1.-10. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar sem þurfa á mjög sértæku námsúrræði að halda. Í Ösp eru skráðir í skólabyrjun 23 nemendur í 1.-10. bekk. Kristín Blöndal er deildarstjóri í Ösp og auk hennar starfa þrír sérkennari, þrír þroskaþjálfar , tveir leiðbeinendur, tveir félagsliðar og 12 stuðningsfulltrúar. Íþróttakennarar og list- og verkgreinakennarar Njarðvíkurskóla koma einnig að kennslu nemenda í Ösp. Frístundaheimili er starfrækt eftir skóla frá 13:30 -16:00 þar sem Ólöf Rafnsdóttir er umsjónarmaður. Nýkláruð viðbygging er fjórða stækkunin við sérdeildina, síðast var stækkað við hana árið 2012. Mikil þörf var orðin á að stækka húsnæðin og deildina vegna fjölgunar nemenda í bæjarfélaginu og koma upp aðstöðu fyrir starfsmenn sem var mjög bágborin í eldra húsnæðinu. Sparri byggingaverktakar sáu um verkið og sagði Ásgerður í sinni ræðu að Njarðvíkurskóli hefði ekki getað verið heppnari með verktaka. Framkvæmdir við húsið hófust í maí og reis það upp á miklum hraða og var mikill metnaður hjá öllum sem komu að byggingaframkvæmdum að þetta gengi hratt og fljótt fyrir sig svo starfsemin gæti byrjað sem næst skólasetningu. Ásgerður sagðist seint geta fullþakkað Sparramönnum og öðrum undirverktökum sem komu að verkinu hve hratt og vel þetta allt var gert og frágangur til fyrirmyndar. Ásgerður sagði húsnæðið glæsilegt sem Reykjanesbær gæti verið stoltur af að hafa í bæjarfélaginu og mun styrkja starfið mikið með það að markmiði að geta komið enn betur til móts við nemendur með sérþarfir. Í Ösp er unnið mjög gott starf og er horft til starfsemi sérdeildarinnar frá öðrum sveitarfélögum. Að lokum nefni Ásgerður hversu mikils virði fyrir sérdeildina sá stuðningur og velvild sem deildin hefur notið innan grenndarsamfélagsins, þar sem meðal annars hafa báðir Lionsklúbbarnir í Njarðvík, Kvenfélagið Njarðvík sem og Ásmundur Friðriksson hafa styrkt deildina mikið.
Lesa meira