Fréttir

Hjörtur Snær verðlaunahafi í teiknisamkeppni

Nemendur í 4. bekk höfðu tækifæri til að taka þátt í teiknisamkeppni 4. bekkinga en um er ræða keppni sem haldin er í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn ár hvert. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, tók þátt í valinu á verðlaunamyndunum og hafði hann sérstaklega orð á því hve gaman væri að sjá vinnuna og metnaðinn sem nemendur leggja í myndir sínar. Yfir 1.200 myndir bárust í keppnina frá 70 skólum um land allt. Verðlaunahöfum eru veitt viðurkenningarskjöl fyrir teikningar sínar og til viðbótar er hver mynd verðlaunuð með 40.000 kr. peningagjöf frá Mjólkursamsölunni. Verðlaunaféð rennur óskipt í bekkjarsjóð teiknaranna og getur bekkurinn nýtt þá upphæð í að gera sér glaðan dag saman og efla liðsheild í samráði við umsjónakennara og skólastjórnendur – sjá www.skolamjolk.is Hjörtur Snær Sigurðsson nemandi í 4. bekk í Njarðvíkurskóla var einn af verðlaunahöfum og óskum við honum innilega til hamingju með viðurkenninguna.
Lesa meira

Skóladagatal fyrir skólaárið 2024-2025

Skóladagatal Njarðvíkurskóla fyrir skólaárið 2024-2025 hefur verið birt og hægt er að nálgast það hér. Dagatalið hefur verið samþykkt af starfsfólki skólans, skólaráði og hjá menntaráði Reykjanesbæjar. Útskýring á skóladagatali fyrir skólaárið 2024-2025 Starfstími nemenda í grunnskóla er á hverju skólaári að lágmarki níu mánuðir og eiga skóladagar nemenda að vera eigi færri en 180. Fjöldi skóladaga nemenda er lögbundinn. Skóladagar nemenda eru á tímabilinu 20. ágúst til 10. júní. Skipting milli kennsludaga og annarra skóladaga nemenda er á ábyrgð skólastjóra með samþykki frá starfsmönnum í Njarðvíkurskóla, skólaráði Njarðvíkurskóla og fræðsluráði Reykjanesbæjar. Hérna er útskýring á uppbrotsdögum, skertum skóladögum, starfsdögum og vetrarleyfi: Uppbrotsdagar eru einstaka skóladagar þar sem stundatöflu nemenda er breytt verulega en upphaf og lok skóladags er því næst þau sömu. Uppbrotsdagar eru nýttir til óhefðbundins skólastarfs s.s. þemadaga og íþróttadaga. Uppbrotsdagar geta mest orðið 10 dagar á skólaárinu. Í Njarðvíkurskóla verða átta uppbrotsdagar á skólaárinu 2024-2025 og eru þeir tilgreindir með (U) á skóladagatalinu. Frístundaheimili í Njarðvíkurskóla og Ösp eru opin á uppbrotsdögum. - Uppbrotsdagar á skólaárinu eru: Föndurdagur (11. desember), þemadagar (19., 20. og 21. febrúar), íþróttadagur (30. apríl) og útinám og ferðir (3., 4. og 5. júní). Skertir skóladagar nemenda teljast ekki til uppbrotsdaga og geta verið tíu talsins. Með skertum skóladögum m.a. átt við skólasetningar- og skólaslitadaga, samtalsdaga og annað sem skólastjóri ákveður í hverjum skóla. Í Njarðvíkurskóla verða tíu skertir skóladagar á skólaárinu 2024-2025 og eru þeir tilgreindir með bláum lit á skóladagatalinu. - Frístundaheimili í Njarðvíkurskóla og Ösp eru opin á eftirfarandi skertum skóladögum: Samtalsdagar (8. október og 28. janúar), vináttudagur (8. nóvember), öskudagur (5. mars), námsmatsdagur (14. maí) og vorhátíð (30. maí). - Frístundaheimili í Njarðvíkurskóla og Ösp eru lokuð á eftirfarandi skertum skóladögum: Skólasetning (23. ágúst), jólahátíð (20. desember), árshátíð (4. apríl) og skólaslit (6. júní). Vetrarleyfi er dagana 25. október, 28. október og 7. mars. Engin kennsla er þessa daga og frístundaheimilin eru lokuð. Vetrarleyfisdagar eru tilgreindir með appelsínugulum lit á skóladagatalinu. Starfsdagar eru fimm á starfstíma nemenda. Engin kennsla er þessa daga og frístundaheimilin eru lokuð. Starfsdagar er tilgreindir með gulum lit á skóladagatalinu. - Starfsdagar á skólaárinu eru: 25. september, 21. nóvember, 13. janúar, 6. mars og 2. júní. Við gerð skóladagatala er reynt að dreifa uppbrotsdögum, skertum nemendadögum, vetrarleyfisdögum og starfsdögum á vikudagana yfir skólaárið.
Lesa meira

Njarðvíkurskóli keppti í Skólahreysti

Keppnislið Njarðvíkurskóla í Skólahreysti endaði í 9. sæti í riðli 2 í ár. Lið Njarðvíkurskóla skipuðu Nikolai Leo Jónsson, Hólmfríður Eyja Jónsdóttir, Sara Björk Logadóttir og Oskar Patryk Szacon. Varamenn eru Almar Orri Jónsson og Kristín Björk Guðjónsdóttir. Almar Orri Jónsson og Kristín Björk Guðjónsdóttir voru varamenn. Nikolai Leo setti skólamet í upphýfingum þegar hann tók 36 upphýfingar. Hann bætti eigið met um eina upphýfingu frá því í fyrra. Liðið stóð sig með prýði og voru vel studd áfram af fjölmörgum og eldhressum áhorfendum frá Njarðvíkurskóla.
Lesa meira

Njarðvíkurskóli keppir í Skólahreysti í dag

Í dag kl. 17:00 keppir lið Njarðvíkurskóla í Skólahreysti í Laugardalshöll. Nikolai Leo Jónsson, Hólmfríður Eyja Jónsdóttir, Sara Björk Logadóttir og Oskar PatrykSzacon. Varamenn eru Almar Orri Jónsson og Kristín Björk Guðjónsdóttir Allir eru velkomnir á keppnina en keppnin verður einnig sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Hvetjum alla til að fylgjast með, Áfram Njarðvíkurskóli!
Lesa meira

Þemadagar 16.-18. apríl

Þemadagar verða í Njarðvíkurskóla dagana 16.-18. apríl. Þemað í ár er Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna- Njarðvíkurskóli verður Barnasáttmálinn. Skóladagur nemenda er brotinn upp en er frá kl. 8:15-13:20 þessa daga og frístundaheimilin taka við að því loknu hjá þeim sem þar seru skráðir. Frekari upplýsingar um skipulag hvers árgangs koma frá umsjónarkennara. Fimmtudaginn 18. apríl er forráðamönnum, aðstandendum og öðrum gestum boðið að koma í skólann frá 12:40-13:20 til að sjá afrakstur þemadaga og hlökkum við til að sjá sem flesta.
Lesa meira

Páskafrí

Páskafrí hefst mánudaginn 25. mars. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 2. apríl samkvæmt stundaskrá. Við vonum að allir hafi það gott í fríinu og mæti að því loknu fullir orku til að takast á við síðasta hluta skólaársins. Gleðilega páska.
Lesa meira

Frábær árshátíð Njarðvíkurskóla fyrir troðfullu húsi

Árshátíð Njarðvíkurskóla var haldin 21. mars fyrir troðfullu húsi. Mikið var um flott atriði sem Ragna Talía Magnúsdóttir, Patrekur Atlason og Hafþór Nói Hjaltason, kynntu til leiks. Nemendur sýndu dansa, leikþætti og söng. Alls voru tíu atriði sýnd sem öll vöktu mikla lukku hjá troðfullu íþróttahúsinu af nemendum, starfsmönnum, forráðamönnum og öðrum gestum. Eftir árshátíðina fóru allir yfir í skóla þar sem boðið var uppá skúffuköku og gos. Frábær dagur í alla staði og eiga nemendur og starfsmenn þakkir fyrir skemmtileg atriði og árshátíðarnefndin og nemendur sem unnu viðhátíðina fyrir frábæran undirbúning og skipulag. Einnig þakkar Njarðvíkurskóli starfsmönnum í íþróttahúsi fyrir frábæra aðstoð. Nemendur sem unnu að hátíðinni voru: Kristján Freyr Davíðsson, Viktor Garri Guðnason, Frosti Kjartan Rúnarsson, Kristinn Einar Ingvason, Kacper Agnar Kozlowski, Hafþór Nói Hjaltason, Patrekur Atlason, Ragna Talía Magnúsdóttir, Hólmfríður Eyja Jónsdóttir, Jökull Ólafsson, Matthildur Mía Halldórsdóttir, Oskar Patryk Szacon, Sara Björk Logadóttir, Svala Gautadóttir, Kristín Björk Guðjónsdóttir og Hulda María Agnarsdóttir.
Lesa meira

Árshátíð Njarðvíkurskóla 2024

Árshátíð Njarðvíkurskóla verður haldin fimmtudaginn 21. mars 2024. Hefðbundin kennsla fellur niður þennan dag og frístundaheimilin eru lokuð. Nemendur mæta í sínar heimastofur kl. 11:30. Forráðamenn mæta út í íþróttahús og koma sér í stúku og húsið opnar fyrir gesti kl. 11:30. Einhverjir nemendur hafa þó hlutverkum að gegna fyrr um morguninn og mæta því samkvæmt fyrirmælum umsjónarkennara. Skemmtidagskrá hefst kl. 12:00 í íþróttahúsi við Njarðvíkurskóla og verða þar frátekin sæti fyrir hvern árgang á gólfi en gestir þeirra fá sæti í stúku. Það er því mikilvægt að bekkurinn geti farið saman úr skólanum yfir í íþróttahúsið. Forráðamenn, eru hvattir til að mæta og taka þátt í hátíðarhöldunum með okkur. Eftir dagskrá í íþróttahúsi eru börn í umsjá forráðamanna sinna. Afar og ömmur og aðrir fjölskyldumeðlimir eru að sjálfsögðu líka velkomin. Nemendur skólans koma ekki með síma á árshátíðina því myndataka frá nemendum er ekki leyfð. Eins og þið flest þekkið hefur sú hefð skapast að hafa kaffiveitingar í skólanum fyrir árshátíðargesti að skemmtiatriðum loknum. Í ár verður boðið upp á skúffuköku og öl/kaffi. Við vonumst til að eiga skemmtilegan dag og minnum nemendur á að mæta stundvíslega og snyrtilega klædd.
Lesa meira

Stærðfræðidagur í Njarðvíkurskóla

Dagur stærðfræðinnar er í dag 14. mars. Í tilefni af deginum hefur stærðfræði verið gert hátt undir höfði í vikunni í Njarðvíkurskóla. Nemendur hafa meðal annars verið í stærðfræði á útisvæði, unnið að fjölbreyttum verkefnum og reynt við ýmsar þrautir. Í dag giskuðu nemendur á réttan fjölda af perlum og þeir nemendur sem giskuðu rétt eða voru nálægt tölunni fengu gjafabréf frá Huppu, ísbúð. Vinningshafar á yngsta stigi: Kolbeinn Pétur Hauksson - 1. bekk Emilíana Dís Gunnarsdóttir - 2. bekk Alexander O. Izekor Gíslason - 3. bekk Vinningshafar á miðstigi: Glódís Ýr Eyjólfsdóttir - 5. bekk Eldar Kristján Hafsteinsson - 5. bekk Vinningshafar á elsta stigi: Jón Fannar Haraldsson - 8. bekk Elenborg Ýr Elmarsdóttir - 9. bekk
Lesa meira

Innritun tilvonandi 1. bekkinga í grunnskóla fyrir skólaárið 2024-2025

Innritun er hafin fyrir börn sem eiga að fara í 1. bekk grunnskóla í Reykjanesbæ haustið 2024. Gert er ráð fyrir því að foreldrar séu búnir að skrá börn sín fyrir 20. apríl.
Lesa meira